Þetta er kaldhæðni, vegna þess að fyrir nokkrum árum spratt upp Hakkara-æðið.
Þetta gerðist rétt eftir myndina “Hackers”, og í þeirri mynd heyrðu menn nefnt að alvöru hakkarar væru “elite”.
Á þessum tíma, eins og nánast allir 15 ára pjakkar, hafði ég auðvitað kynnst einhverjum hluta af “undirheimum internetsins”, þ.e.a.s. warez og smáinnbrotum og einhverju svona kjaftæði, og hafði ég eingöngu heyrt þetta orð notað í sambandi við warez, og þá þegar hugbúnaður var nýr. Með öðrum orðum, nýr og vinsæll hugbúnaður var kallaður “elite”. “Got any elites?” var dæmigerð spurning af warezista.
Eftir að myndin var gefin út heyrði maður þetta nánast aldrei orðið “elite” í sambandi við warez, vegna þess að menn voru farnir að rugla þessu saman. Litlir, 15 ára pjakkar með hakk á heilanum byrjuðu að nota þetta orð um þá sem semsagt gátu eitthvað í því að hakka.
Þetta var nú allt í góðu. Tískufyrirbrigði. Síðan byrjaði alvöru ælan. Back Orifice. Um ári síðar, NetBus.
Back Orifice og NetBus, eins og þú kannst veist, krefjast sama og engrar þekkingar af notanda þess til að brjótast inn í vél. Það eina sem þarf að gera er að hafa notanda á target-vélinni sem er nógu mikið andskotans fífl til að keyra hvaða forrit sem er frá hverjum sem er. Auðvitað lítið mál að dreifa greyinu á #Iceland. Um þessar mundir fór maður að missa áhugann á hackinu sjálfur vegna þess að það var SVOOOOOO mikið af liði sem var alveg í því að auglýsa hvað þeir voru nú “elite” að nota svona gott forrit og að geta “brotist inn í svona margar tölvur”. Þetta er auðvitað ekki hack frekar en boran á múttu (sem ég ætla reyndar ekki að þykjast vita of mikið um), en allavega… þetta var það sem gerðist.
Um ári eða tveimur seinna þegar það var búið að hjakkast í þessum guttum varðandi hvað þetta var nú hallærislegt, að þurfa stanslaust að vera að velta því út úr sér hvað þeir voru nú snjallir og æðislegir að geta notað þetta professional, elite hacking utility kallað Back Orifice, þá fóru menn að gera grín að hvorum öðrum, kallandi hvorn annan “l33t”.
Portið sem Back Orifice notar, til dæmis, er 31337, og er hægt að lesa “eleet”, sem er borið fram eins og “elite”. Svona l33t-stafir hafa nú reyndar verið til í sprilljón ár, en urðu mjög áberandi í þeirri tískubylgju sem átti sér stað, fyrst eftir útgáfu Hackers, og síðan eftir útgáfu Back Orifices.
Núna viðurkennir enginn að hafa verið hluti af þessari tískubylgju (og eflaust allra síst undirritaður) og því, þegar einhver þykist vera voðalega klár en veit ekki skít, er hann kallaður l33t, til að hæða hann. :)
Þetta var semsagt… útskýring mín á því hvaðan þetta kom. Þetta er ekkert ofurnákvæmt, en þú'st… there you go.