Fyrst langar mig til að algerlega afneita því að það sé eitthvað betra hljóðkort í PC tölvu heldur en í venjulegum græjum. Nú veit ég að þetta hljómar eins og monnt, en faðir minn er hljóðmaður til 20 ára (Gunnar Smári Helgason, sem þú munnt finna aftan á fáránlega mörgum Íslenskum geisladiskum), og því hef ég verið mín 20 ár sem ég hef lifað innan um bæði viðbjóðslegt magn tölva, og viðbjóðslegt magn tónlistar- og hljóðtækja, svo að ég get sagt þér með vel rúmlega fullri vissu að EKKERT HLJÓÐKORT sem hannað er fyrir almenning, hvort heldur sem er í PC eða Macintosh tölvu, er jafn gott og venjulegar græjur sem þú notar til að gera sömu hluti. Ekki heldur SoundBlaster Live Gold SuperDuper Thrustmaster 5000. Þú getur alveg fengið mjög pro græjur, tengt það við tölvuna þína og fengið alveg fullgeggjað sánd sem tekur stofugræjurnar í boruna, en ég fullyrði hiklaust að það sé ekki það sem þú ert að tala um að ég (eða in fact annað en verulegur minnihluti tölvueigenda) hafi í tölvunni minni. Þetta varð lengra en það átti að vera, en þú'st… þetta má alveg vera á hreinu. ;)
Og þetta með kaplana. Hvers vegna í ósköpunum ætti ég að nenna að leggja kapla utan um húsið og þurfa svo að vera með kveikt á vélinni inni í öðru herbergi til þess að skoða DVD eða hlusta á MP3, þegar ég þarf síðan væntanlega að fara þangað inn til að skipta um lag eða mynd? Og ef það er infra-red, þarf vélin að sjá móttakarann, og það er sama vitleysan.
Á móti því að einfaldlega kaupa sér þessar græjur. Þær kosta ekki neitt neitt nú á dögum hvort sem er.
Hvað varðar MP3 spilara sem svona græjur sem maður tekur með sér, þá er ég alveg sáttur við þá. Myndi ekki fá mér svoleiðis sjálfur vegna þess að þeir eru dýrari en ferðageislaspilarar, en ég meina… hef ekkert á móti þeim, samt.
Ég skil þetta sjónarmið þitt, en það er líka frá manni sem að jafnaði notar tölvuna sína í allt þetta.
Ég lít á tölvuna sem verkfæri sem beri að nota í það sem maður hefur ástæðu til að nota hana í. Það fer framhjá mér hvers vegna ég ætti að nenna að setja upp þetta stöff í tölvunni minni þegar ég get haft græjur sem allir kunna á inni í því herbergi sem ég vil nota til að glápa á vídjó og hlusta á tónlist (t.d. þegar teiti er í gangi eða hópur að glápa á vídjó/DVD). Ég er ekki týpan sem nær í heila bíómynd af netinu (þrátt fyrir að vera með frítt ADSL) vegna þess að ég tími ekki að ná í hana út á vídjóleigu, og ég nota ekki tölvuskjáinn sem sjónvarp vegna þess að mér finnst það cúl (supposedly á þeim forsendum að mér finnist það þægilegt).
Allavega, ég veit alveg að ég GET keypti mér DVD-drif og eitthvað mega-ass hljóðkort, síðan eitthvað mega-ass TV-out skjákort (eða verið með TV-out á DVD-drifinu) og laggt kapla innan úr vinnuherberginu mínu inn í stofu, downloadað mynd af Netinu, sett í drifið, kveikt á og hlaupið inn í stofu þar sem restin af liðinu er, á meðan ég gæti einfaldlega keypt mér almennilegt fokking DVD drif, sett það þar sem það á heima, án þess að þurfa að boota upp vélinni, stilla eitthvað crap og fara aftur fram í stofu.
How pointless this is, is precisely my point.<BR><BR>Friður.
Helgi Hrafn Gunnarsson
helgi@binary.is