Fyrst af öllu langar mig til að segja þér að mér finnst það mjög jákvætt að þú borgir fyrir þann hugbúnað sem þú notar (nema auðvitað Windows, eins og við höfum þegar farið í gegnum).
Mig langar aftur á móti til að leiðrétta sumt sem þú sagðir um Linux.
“Hmm Linux er ekki eingöngu frítt, mörg fyrirtæki láta þig borgar fyrir hugbúnað sem þau framleiða fyrir Linux”
Þessi forrit eru í óóóóótrúlegum minnihluta, og á Linux ertu að nota margra ára hugbúnað sem hefur verið opinn í UNIX-heiminum frá því að sum okkar voru með snuð. Þetta eru því gæðaforrit sem standa fyrir sínu og oftast meira.
“einnig eru fleirri og fleirri fyrirtæki að gera source codeinn sinn closed”
Þetta er þvert á við raunveruleikann. Fleiri og fleiri eru að gera source kóðann sinn aðgengilegan. Ég hef enn ekki rekist á eitt einasta dæmi þess að einhver sem geri open-source hugbúnað hafi allt í einu ákveðið að gera hann closed-source.
“Mér finnst samt engin ástæða fyrir að hafa forritið open-source … Að forritarar séu að stela heilu forritunum af hvorum öðrum bara svona for the fun of it. Og setja sig kannski sem höfundinn. Íslenska það og segjast vera höfundurinn og eithvað svona. HATA ÞANNIG FÓLK”
Þetta er auðvitað alveg *mögulegt* og hefur vissulega gerst, en það er mjög sjaldgæft. Þetta gæti orðið að vandamáli ef open-source hreyfingin væri fyrst að byrja núna, en sú er ekki raunin. Open-source menningin hefur verið til jafnvel lengur en closed-source menningin, og við megum ekki gleyma því að við rétt-að-skríða-yfir-tvítugt gúbbarnir erum ekkert frumkvöðlar open-source hreyfingarinnar. Þetta er UNIX-heimurinn að troða sér inn á einkatölvumarkaðinn. Allavega, algengasta útgáfuleyfið í UNIX-heiminum í dag er tvímælalaust GPL (GNU General Public License), og það kveður svo um að þú megir ekki nota kóða sem gefinn er út undir því leyfi, í annan hugbúnað, nema hann sé þá gefinn út undir GPL líka (og sé þar af leiðandi open-source). Nú, jafnvel þó að það gerist að einhver newbie krakkabjáni taki kóða og noti í sitt eigið forrit, er alveg óhætt að fullyrða bæði að hann eigi eftir að gefast upp á því forriti síðar meir, sem og að það forrit eigi aldrei eftir að ná neinum umtalsverðum vinsældum. Og jafnvel, þrátt fyrir að við myndum ímynda okkur að það gæti FRÆÐILEGA gerst, þá hvað með það? :)
Enginn neyðir mann til að gefa forritin sín út undir open-source leyfi. Þeir sem skrifuðu þennan meirihluta third-party UNIX forrita, sem eru semsagt að langstærsta hluta open-source, gerðu þau open-source samkvæmt eigin vilja. Þeir græða á því að hellingur af dúddum eru að krukka í kóðanum, sendandi lagfæringar og betrumbætur aftur til höfundarins. Hverju hefur hann að tapa? Að einhver noti kóðann hans í söluvöru sem mjög ólíklega nær næstum því sömu vinsældum? Og bara hvað með það? :) Hvernig er hann að tapa á því?
Þetta er reyndar alveg efni í heila grein, sem ég held nú reyndar að ég skelli mér bara snöggvast í að skrifa.<BR><BR>Friður.
Helgi Hrafn Gunnarsson
helgi@binary.is