Já….. það er ekki í fyrsta skipti sem ég fæ að heyra það. Ef maður minnist á winmodem þá öskrar einhver á mann með morðingjaraugnarbragði \“taktu þitt helvítis módem og kveiktu í því\”.
…..síðan heldur viðkomandi áfram eftir smá tíma ….\“djöfull!!!\”
og síðan bregst hann í grát og ælir öllur út úr sér \“Ég sem var búinn að gleyma þessum andskota\”, \“en þú fékkst mig til að fara að hugsa um þetta aftur!!\” *snökt* *snökt*…..
…eftir smá íhugun þá ætla ég ekki að vera koma með þetta aftur því að þetta virðist hrista svo upp í liðinu, og þá á neikvæðan hátt.
Þú'st… WinModem eru bara besta dæmi um ótrúlega ósvífna tilraun til að gera vélbúnað OS-specific. Það eru reyndar aðrar tæknilegar ástæður fyrir því að WinModem eru til, en hver heilvita maður sér að það hlýtur að hafa verið með í planinu.
Svona eins og að Win2K setur boot loaderinn sinn á MBR, en ekki á startpunkt disksneiðarinnar eins og Win95/98/NT gerðu. Supposedly til að laga vandamál (sem gerast í Linux, en ekki í NT), en það sjá allir að inn í kemur að þeir vilja valta yfir Lilo eða álíka boot loader. Þeir láta það líta út eins og að það sé bara fíflaskapur að keyra nokkuð annað en Windows á x86 vélum.
Hmm ég ætla að leggja orð í belg. Windows modem, eru reyndar að vera portum sem LINMODEMS ( bara verið að gera grín af þessu ) kíktu hvort að þitt modem er þar. Ég setti fartölvuna mína upp á Linux og fann síðan driverinn fyrir internal modemið mitt á http://www.linmodems.org/. Ég hvet alla sem eru að vinna í Winmodem að láta þau virka í Linux að skrá sinn kóða á linmodems.org so we can make winmodems to linmodems
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..