Nýlega prófaði ég OpenOffice 6.09, sem er semsagt… open-source
útgáfan af StarOffice.
OpenOffice er gefið út undir tvöföldu (dual) leyfi, sem eru GPL, og
eitthvað annað sem ég nennti ekki að lesa (augljóslega vegna þess
að ég hyggst nota GPL hvort sem er), en er ábyggilega ekki hentugt
nema þú hyggist nota kóða úr OpenOffice í commercial hugbúnað eftir
sjálfan þig. Hitt leyfið er eftir Sun, sem gerir mig frekar
óáhugasaman.
Allavega, ég prófaði dýrið. Og það virkaði. Ég var nú svosem ekkert
voðalega hissa, en það sem mér þótti leiðinlegra var hvað þetta var
apað nákvæmlega eftir Windows. Sami focus á tökkunum, sömu
litirnir, og allt yfirhöfuð nákvæmlega eins, nema auðvitað
umgjörðin á glugganum sjálfum. Mér fannst líka mjög leiðinlegt að
það var ekki hægt að fá bara tarbolta sem hægt væri að setja inn
sjálfur, heldur *þarf* maður að niðurhlaða svona…
Setup/Install-dóti einhverjum, sem reyndist síðan allt í lagi,
vegna þess að í staðinn fyrir að henda skrám og einhverju drasli út
um allan disk, getur maður valið eina ákveðna möppu sem þetta
lendir í, og fer ekkert úr. Þetta finnst mér ekki bara jákvætt,
heldur mjög mikilvægt.
Það er svona… pínulítið of hægvirkt fyrir minn smekk miðað við að
ég er á 500MHz vél með 256MB í RAM, en samt ekkert til að kvarta
yfir svosem.
Annað sem er leiðinlegt við það, er hversu fjári stórt það er.
Minimal install er yfir 180MB, sem er vel of mikið fyrir minn
smekk, en samt, eflaust ekki fyrir alla, og mér finnst ólíklegt að
Office taki í dag minna pláss hvort sem er.
Það sem *er* jákvætt er að það svínvirkar. Ég prófaði að opna Excel
skjal og Word skjal og hræra aðeins í þeim, og allt virtist virka
og vera í lagi. Þar sem OpenOffice er bæði frítt og open-source
langar mig að skora á sem flesta sem nú þegar nota Word og/eða
Excel eitthvað að ráði að prófa fjandann.