Jæja núna er eitthvað að gerast sambandi við leiki á linux. Unreal Tournament 2003 sem var að koma út er líka fyrir linux!
Ég verð að seigja að þetta er einn flottasti leikur sem ég hef séð! En er nú samt ekki hér til að dæma leikinn heldur að benda á að leikjaframleiðendur eru aðeins að vakna til lífsins og farnir að sjá ljósið.
Ég er reindar að spila demoið núna er ekki búinn að kaupa leikinn en er að spá í að gera það. Ég er búinn að spila demoið bæði í winxp home og linux slack og hann er keirir betur í linux þó finn ég ekki mikinn mun nema í 1600X1200 upplausn en það seigir samt mikið.
Það hafa samt sumir lent í vandræðum með leikinn á linux en það er yfirleitt vegna lélegra uppsetninga á linuxnum og vélbúnaði.
Ekki seigja svo að ekki er hægt að gera góða leiki fyrir linux!