Mjah-há!
Það eru til þrjár tegundir af mönnum sem hanga á Linux-áhugamálinu á Huga. Það eru menn sem hanga til að hanga þar, lesa og eitthvað… svo eru til menn sem hanga þar og pósta til þess að eignast stig til að sýna sig, svo eru til menn sem eru umsjónarmenn Huga og geta alveg eins gefið sér svosem 18 billjón stig til að komast leiðar sinnar upp á toppinn.
Sú gerð sem síðast fer getur einnig sent inn greinar og skoðanakannanir án þess að bíða eftir að einhver samþykki þær. Þetta þýðir að þessir menn geta búið til EINNAR LÍNU GREIN sem segir manni nákvæmlega ekki neitt, nema nákvæmlega það að greinin eigi ekki heima þarna.
Ég vil nú ekki telja upp nein nöfn, en fyrsti stafurinn er Aquatopia.
Síðan eru til menn eins og ég. Ég er reyndar líka umsjónarmaður Huga en nýti mér ekki vald mitt til að gefa sjálfum mér stig eða að skrifa pointless greinar eða pointless skoðanakannanir.
Ég skal segja ykkur hvað ég geri
Ég skrifa greinar sem eru einfaldlega of langar til að nokkur heilvita maður nenni að lesa þær. Sjáið þetta svar, til dæmis. Hvað er ég búinn að vera að röfla um? EKKI NEITT, nákvæmlega. Hér eru engar upplýsingar sem fólk hafði ekki áður, nema hið spaugilega komment um comrad Aquatopia, sem er alls ekki illa meint, sem og að öllum er fokking sama hversu mörg stig einhver umsjónarmaður er með.
Og svona gæti ég haldið áfram. Skrifað, og skrifað og þvaðrað og blaðrað. Ég gæti jafnframt byrjað að tala um… símann á skrifborðinu mínu. Hann virkar ekki. Nú vitið þið það. Það er ástæðan fyrir því að ég nota GSM símann minn í vinnunni, vegna þess að helvítis síminn á skrifborðinu mínu virkar ekki. Hvers vegna virkar hann ekki, spyrjið þið þá? Well, vegna þess að það er sama saga með þennan síma og flest annað sem ég kem nálægt; Mér er hlandsama um þennan annars eflaust ágæta síma.
Það sem mér er líka sama, er draslið sem er á borðinu mínu. Gömul rúnstykki, pappír, blýantar og pennar (frá freakin' fornöld) , kaffibollar, tómir tyggjópakkar og svo framvegis. Það er ein tölva og… fullt af… gumsi, sem ég veit ekki einu sinni hvað er. Það er ekki eins og ég safni þessu drasli saman, ég meina… ég veit ekki hvað helmingurinn af þessu er. Fólk hrúgar þessu á borðið mitt, og vegna þess að mér er svo blessunarlega sama, er ástandið eins og það í raun og veru er.
Og með þessu svari vona ég að ég hafi sýnt það og sannað að ég er raunverulega virði þeirra stiga sem ég hef aflað! Ég fer ekki og pósta litlar, tilgangslausar greinar, heldur STÓRAR, tilgangslausar greinar.
Og ofan á allt er ég ekki að gagnrýna þessa einmitt temmilegu grein hans Aquatopia. Það sem ég er að segja er að þetta rugl hérna sem þú, háttvirtur lesandi, hefur víst af einhverjum ástæðum asnast til að lesa, er nákvæmlega jafn slæmt eða gott og eina línan hans Aquatopia. Þær eru mislangar, en þjóna sama tilgangi. Þær þjóna sömu hugsjún.
Engri.