Áður en ég byrja gomsuna langar mig að spyrja: Er til almennileg Íslensk þýðing á “window manager”?
(Þetta stóra “Í” í “Íslenska” er sérviska, ekki vanþekking á hinni svokölluðu SK-reglu. Fjandinn hirði SK-regluna, ya hear?)
Anyway, hér kemur gomsan.
Flestir vita nú að út hefur komið sá merkilegi window manager, KDE 2.0. Lítið nema gott um hann að segja. Þegar ég byrjaði að nota Linux á hina 500MHz vél í vinnunni, hóf ég notkun á Gnome. Síðan, þegar KDE 2.0 kom út, setti ég það upp, og það sem kom mér fyrst á óvart var hversu létt það var. KDE 2.0 inniheldur allskonar djöfuls drasl sem maður myndi búast við að finna í Windows, til dæmis smámyndir á skjáborðinu, innbyggður vafri í skráartólið, og meira að segja merkilega góður vafri, líka. Meira að segja við nöldrararnir sem fíluðum ekki leyfið á Qt (sem er library sem KDE notar), geta nú hætt að nöldra vegna þess að KDE 2.0 er byggt úr Qt 2.2, sem maður getur valið um að nota annaðhvort í GPL eða QPL. Ég geri ráð fyrir því að lesandi viti a.m.k. hvað GPL er. Það sem er slæmt við KDE hinsvegar, er að skráartólið (áður þekkt sem KFM eða KDE File Manager), er mjög hægvirkt. Það er reyndar ekkert þar með sagt að eitthvað annað sé hraðvirkara, en það er a.m.k. mjög hægvirkt. KDE er fínn kostur ef maður vill allt þetta dótarí, eins og leit að/í skrám og eitthvað svona dútl… en er vægast sagt þreytandi til lengdar fyrir minimalista eins og sjálfan mig. Ég mæli aftur á móti eindregið með því að þessi window manager sé athugaður fyrstur þegar einhver ætlar að gera upp hug sinn um hvaða window manager skuli notaður. Hann rífur í sig minni, reyndar, en bæði samnýtir það, sem og að hann er rólegur á örgjörvann.
Gnome. Það er… athyglisverður andskoti. Gnome miðar að því að búa til staðal í desktop-notkun á UNIX. Eða svo las ég einhvern tíma á síðunni þeirra, a.m.k.. Ég notaði Gnome sjálfur lengi í stað KDE vegna þess að ég var ekki að meika leyfið sem Qt var í. Gnome er þó þeim kostum gæddur að vera mun fegri en KDE, og er þar að auki töluverðu þægilegra og auðveldara að skipta um útlit, almennt. Í dag notar Gnome annan window manager undir sér, sem venjulega er Sawfish, en hægt er þó að breyta því. Sawfish er samt eiginlega hinn fullkomni kostur fyrir Gnome vegna þess að hann gerir það sem vantar í Gnome sjálfan, og *bara* það, þannig að það er ólíklegt að græjan verði einhverju léttari. Gnome sjálft er aftur á móti mjög þungt, og eins og KDE tekur það mikið minni. Ef maður er á 500MHz vél getur samt vel verið að maður fíli Gnome betur. Ef ég væri hönnuður mynd ég a.m.k. strax taka Gnome fram yfir KDE, því að þó að KDE sé breytanlegt eins og flest annað, er Gnome samt alltaf einhvern veginn… sætari. Það er ekki jafn mikið af fítusum og kjaftæði í Gnome, til dæmis ekki innbyggður vafri í skráartólið, þó að skráartólið sé ágætt. Margir fíla það samt bara að hafa aðeins minna af slíkum graut. Til dæmis ég. Skráartólið er hægvirkt (eins og þau flest), en mér fannst það einmitt nokkuð þægilegra en í KDE 2.0, af óþekktum ástæðum. Man ekki hvort það var léttara eða hvað, en ég fílaði allavega betur að nota það. Það er samt eiginlega það eina, fyrir utan útlitið og sætlegheit sem ég tel Gnome hafa fram yfir KDE 2.0. Fínt fyrir þá sem fíla “cool & cute”. Prófið það, þó það væri ekki nema til að miða það við KDE, og mín reynsla er að það sé þægilegra til lengri tíma, en samt vegur það þungt, hversu einmitt þungt Gnome er. Ef það væri miklu léttara hugsa ég einmitt að ég myndi nota það að staðaldri… en það er það bara ekki. ;)
Jæja. Nú komum við inn í harðkjarna stöffið.
WindowMaker. Tvö orð. Sætt. Létt. Útlitið er ekki mjög breytanlegt, but who gives a fuck? Það er alveg nógu sætt. Klassískt útlit… ekkert nema gott um hann að segja. Endilega prófið.
AfterStep. Well… svosem fínn. Hann er fínn ef maður drullast til að configa hann almennilega. Klassískt útlit, breytanlegt. Óþarfi að prófa hann svosem, hann geymir fátt eða ekkert sem aðrir window managerar eru ekki með.
Enlightenment. Gnome var með þennan sem undir-window-manager áður en þeir fóru að nota Sawfish. Enlightenment er MJÖG breytanlegur, en einmitt frekar þungur. Kemur auðvitað ekki nálægt Gnome í þyngd, en er samt þungur miðað við það sem hann er. Ég hef reyndar aldrei notað hann einan og sér í neinn marktækan tíma. Getið svosem prófað hann, en hann er ekkert FRRRRÁBÆR. Það eru til fleiri þemur fyrir þennan heldur en flest annað, þó.
IceWM. Loksins. Þetta er sá sem ég nota að staðaldri sjálfur. Ég ætla ekki að segja ykkur að hann sé lausn á öllum ykkar vandamálum, en hann er tvímælalaust eitthvað til að líta á ef maður vill létt og þægilegt, en jafnframt breytilegt útlit. Útlitið er vel nógu breytanlegt, hann er mjög léttur, og það sem maður fílar ekki síður, er að það er hægt að nota hann alveg án þess að nota mús. Hann var gerður með það í huga að vera með auðnotanlegt og kunnuglegt viðmót, og svipar hann því dálítið til Windows-viðmótsins. Það hljómar kannski slæmt, en það er það ekki. Mæli eindregið með því að þið prófið þennan.
Stutta útgáfan:
KDE rúlar en er pirrandi til lengdar. Borðar minni.
Gnome er ágætur en er pirrandi til lengdar, en þó ekki jafn mikið og KDE. Borðar minni.
WindowMaker er léttur og svalur, gerir það sem hann á að gera og aðeins meira.
AfterStep sýgur.
Enlightenment sýgur.
IceWM rúlar. Áberandi þægilegastur í daglega vinnslu.
Þá langar mig til að ítreka það að þessi grein fjallar eingöngu um skoðanir mínar. Ef þið hafið aðrar skoðanir, endilega birtið þær í svörum ykkar, en ég miða þetta eingöngu út frá minni eigin prívat og persónulegu reynslu, og ég get ekki ábyrgst að ég hafi ekki misst af einhverjum sniðugum fítusum, eða þá að ég hafi litið framhjá mjög leiðinlegum göllum.
En þetta held ég bara að sé nóg. Í bili, a.m.k. ;)
Friður.