Gott að þú minnist á þetta. Það stórvantar samt tengil á þetta hjá þér svo að maður geti svarað þessu almennilega.
Ókei, þegar einhver segir að Windows geti verið svo mikið sem nálægt efsta sætinu hvað varðar net, er þrennt sem kemur til greina. A: Viðkomandi er mútað, B: Viðkomandi er fáviti, C: Viðkomandi er undir áhrifum sljóvgandi efna.
Áður en Win2K kom þurfti að endurræsa vélina við að breyta ENGU í Network Control Panel. Ferð þangað inn, gerir EKKERT, ýtir á Close, tölvan mallar og biður þig um að endurræsa. Hvað er það? Næst er það DNS. Oft eru fleiri en einn nafnaþjónn. Þ.e.a.s., það er einn, og svo er annar til vara. Ef viti borinn maður hefði komið nálægt gerð þessa stýrikerfis, hefði hann auðvitað haft röðina þá að fyrri netþjónninn væri spurður að DNS færslu, og ef hann klikkaði, væri sá seinni spurður. En nei. Windows notar netþjónana af handahófi. Stundum þennan og stundum hinn, bara… af því bara. Þetta þýðir að ef þú tekur niður *secondary* DNS þjóninn, hægist á helmingi DNS athuganna. Hvað er það?
Og jafnvel þó að við gerum ráð fyrir að þessi tiltekni hálfviti hafi verið að tala um Win2K, er það samt ekki nógu gott. Þegar ég svissa á milli DHCP og Static IP (þ.e.a.s. vinnu og heimilis) á lappanum mínúm, þarf ég að gera hvað? Jújú, endurræsa vélina.
Í MacOS þarf ekki að gera þetta, og hefur ekki þurft síðan sirka '95. MacOS in fact hefur kosti sem fæstir vita af. Það er einmitt mjög góð ástæða fyrir því að þrátt fyrir ótrúlegt mótlæti hefur Mackinn aldrei drullast til að drepast, svo að ég gef því svosem alveg tæknilega séns inn í eitthvað af efstu sætunum, en samt…
þetta toppar EKKI Linux! Hvorki Windows né Mac!
Það að þessir sauðir prófuðu, af öllu, Corel Linux til að kanna þetta, sýnir eiginlega fram á nákvæmlega það sem ég er að segja. Að sjálfsögðu hefðu þeir átt að taka leiðandi distró, s.s. Red Hat eða Debian. Eitthvað sem almennt er notað! Enginn notar Corel Linux, og veistu hvers vegna? Vegna þess að Corel Linux miðar á markhóp sem er ekki einu sinni til! Allavega, ég ætla ekki frekar út í þá sálma. Spara það í aðra grein.
En allavega, eins og ég segi. Endilega komdu með tengil á þennan stað þar sem þú last þetta.