Já, <a href="
http://www.kde.org“>KDE 2.0</a> kom út fyrir einhverjum dögum eða vikum síðan. Ég hef því miður ekki tíma til að stússast mikið í X og KDE þessa dagana, en kemur allt eftir helgi. Ég geri fastlega ráð fyrir því að menn hafi skeggrætt fram og til baka um þetta nýjasta afsprengi KDE hópsins, en eins og ég sagði, þá hef ég ekki fylgst mikið með því sjálfur. En í morgun rak ég augun í gríðar <a href=”
http://www.mbl.is/frettir-ifx/?MIval=forsida&frontcatform=7&nid=661739&tp=2">skemmtilega grein</a> í Netblaði Moggans, eftir Linux vininn, vefgaurinn og gamalgróna tónlistarspekúlantinn Árna Matt. Ég er nokk sáttur við hana, fjallar bæði um sögu KDE, og gefur þeim sem ekki hafa fengið nasaþefinn af KDE áður hreint ágætis mynd af þessu.
Yðar einlægur,
K-Tolli