Undanfarið hefur Linux komist mjög í tísku, jafnvel enn meira en áður. Við getum að miklu leyti þakkað þessa þróun
leikjahreyfingunni, en leikjaútgáfu fyrir Linux hefur vaxið mjög fiskur um hrygg.

Ég ætla ekki að gera vöxt og framtíð Linux að umræðuefni þessa pistils, þó um verðugt umræðuefni séðað ræða, heldur var
ætlunin að koma inn á annað, sem virðist óhjákvæmilegur fylgifiskur þessara breytinga. Nýjir notendur.
Með nýjum notendum á ég við þá holskeflu af nýjum notendum sem taka fagnaðarerindinu opnum örmum., að því er virðist.
Þetta er augljóslega mikið gleðiefni, þ.e.a.s. að margir nýjir notendur verði til. Þó langar mig til að benda á þátt í fari margra
þeirra, sem bætast nú í hópinn. Dæmigerð setning frá þessum einstaklingum væri “Er Linux komið með svona <insert feature
here> eins og Windows?”, eða frá þeim allra djörfustu, “Linux er orðið það gott upp á síðkastið, að það er ekki langt í að það
geti komið í stað Windows sem vinnustöð”. Eins og sjá má af þessum setningum miða þessir einstaklingar allt við Windows,
sem er eðlilegt, miðað við að það er umhverfið sem þeir eru nýkomnir úr. En það sem mér finnst vanta á hugarfarið hjá þeim
er það, að þeir virðast halda að öll þróun Linux eigi að vera í þá átt að gera hluti nákvæmlega eins og Windows. Ég veit ekki
nákvæmlega í hvaða holu þeir hafa verið síðustu árin, en ég leyfi mér að benda viðkomandi (og taki þeir til sín sem eiga) á þá
staðreynd, að Linux er á allan hátt mun lengra komið en Windows, enda byggir það á mjög gamalli og góðri tækni. Öll
umræðan sem maður sér svo mikið af, spurningar um hvort Linux sé “orðið nógu gott” til að koma inn á
vinnustöðvarmarkaðinn er fáránleg. Linux er mun betri vinnustöð en nokkuð annað sem ég hef prófað, og hef ég þó prófað
margt.

Svona, rétt áður en ég hætti, vil ég taka aðeins til umræðu stórt atriði í röksemdarfærslu þeirra sem halda því fram að Linux
sé eftirbátur Windows á vinnustöðvarmarkaðnum. Vélbúnaðarstuðningur. Þetta er vissulega atriði sem vegur mjög þungt. Í
fyrsta lagi er Linux með mun betri vélbúnaðarstuðning en Windows, það er alveg á tæru. Hins vegar er ekki eins algengt að
framleiðendur vélbúnaðar skrifi rekla fyrir Linux eins og fyrir Windows. Þar snúast hlutföllin svo dramatískt við, að útkoman
er sú, að á heildina litið eru til mun fleiri reklar fyrir Windows en Linux. En að taka þetta atriði inn í umræðu um gæði
kerfanna sem slíkra er vitanlega fáránlegt. Inn í þetta fléttast svo búnaður sem er sérhannaður fyrir Windows, slíkur búnaður
virðist kynda bál undir umræðu um að Linux sé langt á eftir Windows, að styðja ekki búnað sem er SÉRSKRIFAÐUR FYRIR
WINDOWS. Mér þætti gaman að sjá Windows styðja búnað sem væri sérskrifaður fyrir Linux. ;-)

Just my two cents. ;)