Aðferðin er nokkuð einföld og má gera í örfáum skrefum.
Fyrst þarftu að afrita fontana úr /windows/fonts möppunni yfir í samsvarandi möppu í linux, /usr/lib/X11/fonts. Ef ekki er til mappa fyrir TrueType þar fyrir þá er gott að búa hana til núna.
semsagt:
cd /usr/lib/X11/fonts
mkdir ttf (ef þarf)
cp /pathtowindows/fonts/*.ttf /usr/lib/X11/fonts/ttf
Svo er komið að því að skilgreina fontana fyrir linux.
cd /usr/lib/X11/fonts/ttf
ttmkfdir -o fonts.scale (býr til skjal fyrir linux sem skilgreinir fontana)
mkfontdir
Svo þarf að skella sér í /etc/X11 og edita XF86Config með þeim editor sem þér líkar best þannig að X viti af hvar fontamöppur er að finna
Í minni XF86Config lítur þetta svona út:
FontPath “unix/:7100”
FontPath “/usr/lib/X11/fonts/100dpi/:unscaled”
FontPath “/usr/lib/X11/fonts/75dpi/:unscaled”
FontPath “/usr/lib/X11/fonts/TTF”
FontPath “/usr/lib/X11/fonts/Type1”
FontPath “/usr/lib/X11/fonts/misc”
FontPath “/usr/lib/X11/fonts/speedo”
Varðandi þessar línur þá getið þið farið yfir /usr/lib/X11/fonts og bætt við þeim möppum sem þar er að finna.
Svo er bara að endurræsa X og njóta þess að hafa Arial og félaga í Linux :)
JReykdal