Þar sem ég var að setja upp nýju RedHat betuna (limbo) var ég ekki nægilega sáttur við fontana sem fylgdu. Ég mundi eftir grein í Linux Format þar sem þetta var nokkuð vel skilgreint og ykkur til hægðarauka (og til að ég þurfi ekki alltaf að grafa upp helv. blaðið) ætla ég að lista upp hvernig bæta má TrueType fontunum sem fylgja með Windows í Linux.
Aðferðin er nokkuð einföld og má gera í örfáum skrefum.

Fyrst þarftu að afrita fontana úr /windows/fonts möppunni yfir í samsvarandi möppu í linux, /usr/lib/X11/fonts. Ef ekki er til mappa fyrir TrueType þar fyrir þá er gott að búa hana til núna.

semsagt:

cd /usr/lib/X11/fonts
mkdir ttf (ef þarf)
cp /pathtowindows/fonts/*.ttf /usr/lib/X11/fonts/ttf

Svo er komið að því að skilgreina fontana fyrir linux.

cd /usr/lib/X11/fonts/ttf
ttmkfdir -o fonts.scale (býr til skjal fyrir linux sem skilgreinir fontana)
mkfontdir

Svo þarf að skella sér í /etc/X11 og edita XF86Config með þeim editor sem þér líkar best þannig að X viti af hvar fontamöppur er að finna

Í minni XF86Config lítur þetta svona út:

FontPath “unix/:7100”
FontPath “/usr/lib/X11/fonts/100dpi/:unscaled”
FontPath “/usr/lib/X11/fonts/75dpi/:unscaled”
FontPath “/usr/lib/X11/fonts/TTF”
FontPath “/usr/lib/X11/fonts/Type1”
FontPath “/usr/lib/X11/fonts/misc”
FontPath “/usr/lib/X11/fonts/speedo”

Varðandi þessar línur þá getið þið farið yfir /usr/lib/X11/fonts og bætt við þeim möppum sem þar er að finna.

Svo er bara að endurræsa X og njóta þess að hafa Arial og félaga í Linux :)
JReykdal