Það er alltaf jafngaman að hlusta á draugasögur af Microsoft og hvað þeir eru hræðilegir og svo framvegis. Svo er annað mál að þessar sögur eru sjaldnast sannar, en geta engu að síður skemmt náunganum.
Sjálfur nota ég Windows í mestalla mína vinnu, en ég vinn við að forrita í vefumhverfi. Hinsvegar nota ég eingöngu linux þjóna (enda er held ég voða lítið vit í IIS) í það að hýsa síður og forrita þ.a.l. í php, sem er þægilegasta forritunarmál sem ég hef forritað í. En það er nú önnur saga en sú sem ég ætla segja, en það er sagan af því þegar ég setti RH 7.3 uppá vinnutölvuna mína eftir að vírus komst á netið niðrí vinnu og allt logaði í rugli og vitleysu. Þetta var einhver voða skemmtilegur vírus sem smitaði sjálfan sig yfir netkerfi (nei, ég er ekki einn af þeim sem opna britney_spears_naked.exe þegar ég fæ það í tölvupósti). En hvað um það, ég ákvað nú bara að setja upp linux, þar sem ég hef unnið töluvert í linux í skel og var búinn að heyra fína hluti um KDE 3 og svona. Og jújú, viti menn ég setti dýrðina inn og fór í X, þóttist voða sniðugur að hafa Xemacs uppsettan, mountaði svo netdrifin af servernum í gegnum sömbu (linux - linux yfir sömbu, gaman það) og svona. Eftir að hafa unnið í þessu í svona tvo daga áttaði ég mig á því að ég vinn miklu hraðar í gamla góða textpadinu mínu, ég þekki alla shortcut takkana þar og Textpadið mitt segir mér ef einhver annar er að vinna í fælnum sem ég er að vinna í. Ef mig langar að eiga geisladisk á tölvunni minni í mp3 þá kveiki ég á AudioCatalyst, smelli á CDDB takkann og síðan á Grab og viti menn, eftir 10 mín er diskurinn allur kominn á tölvuna í mp3, með réttum nöfnum og ID-tögum og í sérfolder! Og ef ég ætla að opna .doc eða .xls fæla sem ég fæ senda í email, þá tvísmelli ég á þá… og voila! ég þarf ekki að converta þeim yfir á öðruvísi linux-compatible doc format og missa fullt af einhverju formatti á skjalinu. Já og Mascon, ágætt forrit sem ég fann á scibit.com sem er voða fallegt og þægilegt forrit sem möndlar mysql grunninn minn á mjög þægilegan hátt. Að lokum vil ég minnast á MSN sem er nú gott að vera með, en MSN clientinn sem ég náði í á linuxinn minn… hann fraus á 5 mín. fresti. Og kannski það magnaðasta af öllu, ég gat skoðað vefsíðurnar sem ég gerði í sama browser og kúnninn. Linux útgáfan af Opera er ekki svipur hjá sjón miðað við windows útgáfuna (sem ég er btw að nota núna). Og nei, Windows er ekkert fullkomið, ég þarf að restarta á svona 2 vikna fresti en er það eitthvað öðruvísi með X-ið?
Og hugsið ykkur, þetta gerði ég allt án þess að þurfa að fara á rpmfind.net og leita að librarium sem vantar! Og jújú, ef ég hefði verið á KDE og linux í allt sumar, þá hefði ég kannski náð upp svipuðum vinnuhraða og ég er á windows og jafnvel náð að temja mér notkun þess jafnvel og ég er taminn á windows. En why bother.
Eftir tvo daga ákvað ég því að fleygja út linuxnum og setja Windows aftur inn. Gerði smá vírusráðstafanir, .exe fælar eru nú bannvara á sameiginlegum svæðum og ég er með ágætis vírusvaka frá honum Frikka Skúla keyrandi í systrayinum hjá mér.
Og svona til að setja punktinn yfir i-ið þá hef ég, ekki frekar en þorrinn af íslenskum windows notendum, aldrei keypt windows. Vinnustaðurinn keypti þetta jú, en hérna heima t.d. setti ég win2k upp á tölvuna sem ég fékk frá Hugveri af disk sem ég fékk lánaðan einhversstaðar og lögreglan hefur ekki ennþá komið og fært mig í fangageymslur. Og varðandi XP sem er voða slæmt kerfi sem sendir allar þínar persónulegustu upplýsingar í gagnagrunn Microsoft manna sem fylgjast með hverju þínu spori… þá set ég það bara ekkert upp. Windows 2000 er alveg ágætt!