Einn sunnudagsmorgun þegar litli fiktarinn ætlaði að kveikja á tölvunni sinni var eitthvað að. Hún vildi ekki ræsa stýrikerfið, á skjánum voru skilaboð um að kerfisskrár hefðu glatast eða gallast.
Litli fiktarinn henti sér strax í fartölvuna og Googlaði vandann. Eftir smá spekúleringu ákvað drengurinn að hringja í kunningja sinn og fá hjá honum uppsetningardisk fyrir Windows XP Pro. Diskurinn kom og villan var löguð.
Nokkrum mánuðum seinna kemur villan aftur upp og litli fiktarinn, sem er nú þó nokkuð eldri lagar vandann, aftur. Viku seinna fær hann sömu villu og er honum nóg boðið. Hann skellr sér í næstu tölvuverslun, fjárfestir í flakkara og tekur afrit af vélinni. Því næst sækir hann Ubuntu af spegil RHnet, brennir á disk, segir bless við heim vandamálanna og ræsir uppsetninguna.
Hoppum nú yfir í 1. persónu ;)
Þegar hér er komið við sögu vissi ég vart hvað Ubuntu væri, hvað þá frír hugbúnaður eða Linux væri. Ég grúskaði vel og lengi á netinu, las greinar, spjallpósta og gerðist áskrifandi af nokkrum póstlistum. Með því lærði ég margt,
Ég tók þátt í þýðingum á Ubuntu, og geri enn við tækifæri.
Að skipta “yfir” getur verið vandamál en í mínu tilviki neyddu vandamálin mig yfir til ljóssins ;)
Hver er svo boðskapurinn með þessari grein ?
- Tjahh… Mig langaði bara til þess að deila þessu með þeim sem hafa áhuga á Linux og opnum hugbúnaði.