Linux ClarkConnect Skellti þessu á Linuxvefinn um daginn:

Ég ákvað um daginn að setja upp vefhýsingarkerfi hjá mér. Ég notaði ubuntu um nokkurt skeið en síðan hröklaðist ég frá því, lenti í smá vanda með mySQLið. Ég tók uppá því að setja upp Clark Connect kerfi hjá mér. Það hefur sannað sig hvað varðar hýsingu á gögnum. Í uppsettningu á forritinu getur þú ráðið hvað þú vilt hafa á servernum. Þar er m.a. Webmail, MySQL database, web server, svo fátt eitt sé nefnt..

Kerfið er hentugt á marga vegu. Eftir að uppsettningu hefur verið lokið þarf einungis rafmagn og internettengingu við tölvuna. Engann skjá eða lyklaborð. Síðan vinnur þú á hinni tölvunni allt sem á að vera á servernum.

Öruggur eldveggur (firewall) er í kerfinu. Kerfið sjálft tekur lítið pláss á tölvunni og getur þú þess vegna haft stærri og öflugri vefþjón. Til að komast í stillingarsvæði (“Desktop”) á servernum þá þarf að fara inná https://iptalan:81 (81 er stillingarsvæðið)

Fyrir ykkur sem ætlið að pæla í að taka þetta upp þá mæli ég með:
http://www.clarkconnect.com/help/pdf/CC-Quickstart.pdf

Mjög hentugt kerfi sem allir verða að prófa..
Takk fyrir mig!