En ég hef aldrei fattað þetta LiveCD æði sem er í fólki, ég vil helst bara fá að nota distróin sem ég downloada almennilega og leita ég því alltaf að einhverju sem ég get sett upp á harða diskinn. Og viti menn, DSL getur gert það líka.
DSL er í rauninni ekkert nema virkilega strippað Knoppix, sem er byggt á Debian og er því hægt að nota margar skipanir sem margir eru ef til vill vanir frá Ubuntu, eins og apt-get, eða sudo -s. En ég mæli þó ekki með apt-get nema með varkærni því þetta er alls ekkert Ubuntu, né Debian. Bara svipaður kernel, eða eitthvað þannig.
Þó er búið að setja upp repositories fyrir DSL þegar hann bootast upp. Einhver server sem kallast ibiblio.org er með ágætis slatta af pökkum og er hægt að nálgast það í gegnum mjög einfaldan GUI sem ber nafnið MyDSL. Eða í gegnum terminal að sjálfsögðu. Það er þó einn hængur á, að hann vill ekki runna þetta nema maður sé loggaður inn sem userinn ‘dsl’, en það er user sem maður býr til við install. Það er líklega hægt að breyta því einhvern veginn en ég veit ekki rassgat hvernig maður fer af því (ef einhver veit það, please tell me :p).
Með DSL fylgja nokkrir pakkar, þó þeir mættu alveg vera fleiri. Notast er við Fluxbox og hægt er að browsa í gegnum möppur með Emelfm, sem er virkilega gamaldags og ljótur browser. En það fylgir fleira, eins og Firefox og xmms. En hægt er að sækja aragrúa af forritum í gegnum apt, sem er reyndar algjör nauðsyn ef maður setur upp DSL á harða diskinn.
Hard Drive Install HOWTO
Að setja DSL upp á harða diskinn er mjög einfalt. Fyrst skulum við byrja á því að setja upp partitions. Það er hægt að komast í einfalt partition forrit með því að slá í terminal
sudo cfdisk /dev/hda
Ef þið viljið breyta partitions á hdb, þá sláið þið að sjálfsögðu inn sudo cfdisk /dev/hdb o.s.frv.
DSL þarf að minnsta kosti eitt 200-300 mb ext2/3 partition til að komast á harða diskinn. Hægt er að velja Type, enter og slá síðan inn 83 fyrir ext partitions. Swap er númer 82. Líklega þarf að flagga partitionið sem bootable. Síðan er valið Write, beðið í smá stund og síðan þarf að reboota.
Eftir reboot er sniðugt að stilla swap, það er gert með eftirfarandi skipunum, gefið að swappið sé fyrsta partition á fyrsta disk.
sudo -s mkswap /dev/hda1 swapon /dev/hda1
Þá er ekkert eftir nema bara að skella sér í install!
sudo dsl-hdinstall
Síðan er slegið inn partition til að installa á (default er hda2). Ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta fer fram, en það er seinna valið milli ext2 og ext3 og hvort þú viljir setja upp bootloadar. Þá er hægt að velja milli Lilo og Grub.
Eftir þetta ættirðu að verða beðinn um að reboota og þá ætti DSL að ræsa sig upp án disksins.
Lífið eftir install
Til að gera apt virkt, skaltu ekki velja ‘Enable Apt’ í Fluxbox menu (hægri klikk dótið), af þeirri einföldu ástæðu að það virkar ekki. Hins vegar skal farið í terminal og slegið inn
sudo dpkg-restore
og þá ætti apt að vera virkt. Athugið að DSL er ekki algjörlega Debian þannig að ef maður ‘apt-get install’ar eitthvað vitlaust gæti maður gert eitthvað ægilegt, eins og klúðra X servernum. Sem er ekki sniðugt. Ég mæli með MyDSL forritinu sem hægt er að nálgast á desktoppinu eða með skipuninni mydsl-load, en þá þarf að stilla eitthvað sem ég kann ekki.
Einnig er sniðugt forrit þarna sem kallast DSLpanel, sem er eins konar control panel þar sem hægt er að stilla margt í gegnum einfaldan GUI, svo sem lyklaborð (já, það er íslenska þarna, is-latin), prentara, heill hellingur af þráðlausum stillingur, floppy, dhcp og margt fleira. Þess má kannski geta að það er GUI fyrir Ndiswrapper inní DSLpanel.
Hentugir Linkar
http://www.damnsmalllinux.org/ - Heimasíða DSL
http://www.damnsmalllinux.org/wiki/index.php/Main_Page - Wiki fyrir DSL
http://www.damnsmalllinux.org/cgi-bin/forums/ikonboard.cgi - Forum fyrir DSL
http://gulus.usherbrooke.ca/pub/distro/DamnSmallLinux/mydsl/ - Listi yfir pakka sem hægt er að sækja í gegnum apt
http://www.troubleshooters.com/linux/distros/dsl/ - Einhver grein sem ég fann um DSL og Knoppix, mikið af skipunum útskýrðar þarna.
http://www.pendrivelinux.com/2006/03/25/putting-damn-small-linux-dsl-on-usb/ - HOWTO setja DSL á USB Flash Minni.
Þetta verður ekki lengra að sinni, ég þakka lesturinn og vona að þið hafið haft gaman af.
indoubitably