—
Fyrsta sem við viljum gera er að sækja uppsettninguna af Linux. Hana er hægt að finna á http://ubuntu.hugi.is/releases/. Þarna hefur þú um margt að velja. Það eina sem þú þarft að hafa í huga núna er að sækja rétt “version” fyrir þinn búnað/tölvuna. http://ubuntu.hugi.is/releases/6.10/ á þessari síðu hefuru um 3 útgáfur að velja. Þar sem þú ert á heimilistölvu, með öðrum orðum, ekki server þá viltu skoða dálkinn, Desktop CD.
PC - Intel x86
Styður bæði Intel og Amd örgjafa. Eins og stendur á síðunni, ef vélin þín hefur verið keyrð með Windows þá er þetta mjög líklegast þinn pakki.
Mac
Fyrir þá sem notast við Mac vélar, þá er þetta mjög líklegast þinn pakki. Styður eftirtaldar Apple vélar; G3, G4, G5, iBook og PowerBook.
64Bita Amd
Ertu með AMD64 bit örgjafa, þá skaltu sækja þennan pakka.
Núna þegar þú veist hvað þú átt að sækja, er komið að því að athuga hvort diskurinn sé í lagi.
Við notum tækni sem kallast MD5-summa. Þetta er mjög þæginlegt til að athuga hvort skráin sem þú sóttir sé í lagi eða ekki. Ef hún er með sömu MD5 summu og sú sem þú sóttir á netinu að þá er skráin þín í lagi. Og nú ætlum við að athuga þína MD5 niðurstöðu.
Farið á http://www.nullriver.com/index/products/winmd5sum hlaðið niður á tölvuna þína. Oppnaðu skjalið sem þú sóttir af Ubuntu vefnum í WinMD5sum. Vertu viss um að hún sé ein af eftirtöldu.
AMD64 - 99c3a849f6e9a0d143f057433c7f4d84 ubuntu-6.10-desktop-amd64.iso Intel / AMD - b950a4d7cf3151e5f213843e2ad77fe3 ubuntu-6.10-desktop-i386.iso Apple - a3494ff33a3e5db83669df5268850a01 ubuntu-6.10-desktop-powerpc.iso
Ef þú ert með sömu summu að þá ertu í góðum málum, en þetta er ekki búið.
Ég ætla að gera ráð fyrir því að þú sért með skrifara og skrifara forrit á tölvunni þinni. Ef ekki skaltu komast í tölvu með þeim búnaði. Oppna skrifara forritið og velja “Burn new CD” “.iso Disk”. Skrifaðu diskinn. ( Mæli ekki með að þú keyrir neitt í tölvunni á meðan brennslunni stendur yfir )
Þegar þú ert búin/nn að skrifa diskinn skaltu endurræsa tölvuna. Ef diskurinn var rétt skrifaður að þá ættiru að fá upp glugga með 5 valmöguleikum sem ættu að hljóma svipað og þessir.
1. Start or Install Ubuntu
2. Start Ubuntu in safe graphics mode
3. Check disk for defects
4. Memory test
5. Boot from first hard disk ( Keyra Windows )
Við byrjum á því að athuga hvort ekki sé allt í lagi með diskinn þinn og veljum því valmöguleikann; Disk Defect ( 3 )
Allt ætti að runna nokkuð smooth. Ef þetta tekur meira en 5 mínútur að þá er diskurinn þinn skemmdur. Endurtaktu þá skrefið þar sem þú skrifaðir diskinn. Þegar þessu er lokið skaltu athuga hvort minnið þitt sé ekki í lagi. Memory test ( 4 ).
Einnig viljum við að þetta gangi vel. Ef það er villa í minninu þínu held ég að það eina sem hægt sé að gera er að fara með minnið til söluaðila þess og biðja hann um að skoða það. Margir (flest allir held ég) minnisframleiðendur bjóða á lífstíðar ábyrgð.
—
Núna skulum við fara að skoða stýrikerfið betur.
Þegar báðum prufunum er lokið skaltu keyra Start or Install Ubuntu. Takið eftir að það stendur or sem sagt þú ert ekki að fara formata tölvuna þína strax, einungis prufa stýrikerfið.
Ef þér líst vel að það sem þú ert að sjá er lítið annað að gera en að endurræsa tölvuna þína. Gera afrit af öllu því sem þú átt og vilt eiga áfram. T.d. Mikilvæg skjöl fyrir vinnuna, skólan, myndir ofl.
Síðar ræsiru tölvuna aftur með Linux disknum í og velur aftur Start or Install Linux ( 1 ).
Á desktopinu þínu mund þú sjá valmynd sem heitir “Install”. Þetta er sú skrá sem þú vilt oppna. Núna þarftu að stimpla inn ýmsar upplýsingar. Nafn, notendanafn, lykilorð ofl. Einnig færðu 3 valmöguleika sem bjóða þér upp á að gera sérstakt “svæði” á harðadisknum þínum. Svæðin virka í stuttum orðum svona.
Harðadisknum er skipt í 2 hluta. Hlutarnir eru einangraðir og geturu því sett upp Windows á einn hlutan og Linux á hinn. Hinsvegar mæli ég með því að þú veljir “Erase entier disk and install Linux” þar sem ég hef ekki hugmynd um hvernig hin 2 ferlin virka né hvað gerist.
Að setja upp Linux tók óvenjulega stuttan tíma hjá mér svo ekki kvíða. Taktu því bara rólega á meðan.
—
Núna er að ég haldi “guide”-inu mínu lokið en ég get einnig gert leiðbeiningu um hvernig þú setur inn og eyðir forritum í Linux, einnig bara hvernig þetta virkar allt saman í stuttum orðum ef þið verðið þæg. Vill samt taka það fram að þú ættir að gefa þér rúmlega klukkustund með kerfinu áður en þú ferð að biðja um aðstoð. Aðeins að læra og sjá hvernig allt virkar. Ert eftir að læra mikið á því. Svo er mjög sniðugur fídus fyrir okkur nýliðana. Þegar stýrikerfið er uppsett skaltu fara í Applications > Add/Remove. Þar mund þá sjá heilan helling af forritum sem muna koma þér að góðum notum! Ég mæli með að setja inn forrit svo sem, VLC Player( myndbands spilar) , Wine( Windows emu), XMMS( Linux Winamp ), Wireless Assistant og þau forrit sem þú heldur að séu eftir að koma þér að góðum notum. Njótið vel!
- - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Notabeni, þetta er fyrsta greinin mín á Linux svo allt skítkast er afþakkað.
Allt sem er að finna í greininni er gert á eigin ábyrgð. Skaði á búnaði vélar er þín ábyrgð ekki mín!