Ég ætla aðeins að skjóta hér að smá grein um íslenska Wiki svæðið sem sett var upp til að safna saman greinum, leiðbeiningum og öllu sem viðvíkur Linux á einn stað.
Gífurleg vinna er farin af stað við þýðingarverkefni, en þar má meðal annars nefna Python forritunarmálið, Tenglasafn fyrir fréttalestur í Firefox, Gimp myndvinnsluforritið og Gentoo handbækurnar.
Þetta eru allt mjög stór verkefni og koma með að taka sinn tíma og allt er þetta unnið í sjálfboðavinnu.
Hver sem er getur tekið þátt í verkefninu og lagt sitt að mörkum til að efla styrkja Linux samfélagið til hjálpar þeim sem langar til að prófa Linux stýrikerfið en hefur ekki haft neinn stað til upplýsingaöflunar hingað til.
Þess ber líka að geta að þróun á Linux er mjög hröð um þessar mundir og uppfærslur á þeim kerfum sem eru hvað vinsælust í dag er gífurlega hröð.
Næstu kynslóðir af Linux stýrikerfunum eiga eftir að sýna og sanna með afgerandi hætti að Linux á fullt erindi við hinn almenna tölvunotanda bæði í leik og í starfi.
Linux er ekki lengur nördastöff.
Tengill á Wiki vefinn er hér til hliðar og eins er þar tengill á Íslenska Linux Vefinn.