Út er komin útgáfa 7.2 af RedHat. Margt er þar um nýungar og má meðal annars nefna ext3 skráarkerfið, sem er svokallað “journaling filesystem”, en það er þeim kostum gætt að það skráir niður breytingar á því í skrár og þarf því ekki skanna diskinn ef kerfið fer óþægilega niður.
Ég vara þó við því að ext3 kerfið er ekki standard í Linux kjörnum og þarf því sérsaka plástra til að koma því upp við kjarnauppfærslu.

Einnig ber að minnast á “Nautilus” skráarstjórann sem fylgir með, öflugra uppsetningarferli sem býður upp á meiri sjálfvirkni en áður auk ýmissa tóla sem tæki langan tíma að telja upp.

Einnig tók ég eftir að fjöldi “services” hefur stóraukist og verður áhugavert að krukka í þeim.

Hægt er að nálgast iso myndir af RedHat 7.2 hér á hugi.is auk fjölda annara staða innanlands.
<br>
<b>Redhat 7.2 iso myndir</b><br>
<a href="http://static.hugi.is/linux/RedHat-7.2/enigma-i386-disc1.iso“>Diskur 1</a> 646MB<br>
<a href=”http://static.hugi.is/linux/RedHat-7.2/enigma-i386-disc2.iso“>Diskur 2</a> 638MB<br>
<a href=”http://static.hugi.is/linux/RedHat-7.2/enigma-i386-sysadm.iso">Sysadmin diskur</a> 30MB
JReykdal