Svolítið um dependency í Fedora.
Margir sem eru að nota RedHat eða Fedora eða önnur kerfi sem byggja á rpm
hafa lent í því að það virðist ekki vera hægt að setja inn pakka þar sem
hann er háður því að annar pakki sem fyrir er sé einnig uppfærður eða
að þá þurfi að henda út pakka sem leiðir til þess að menn byrja að svindla.
Að svindla er að nota rpm –nodep til að setja inn pakka þetta er nokkuð
sem ég get ekki mælt með vegna þess að það skemmir gagnagrunninn því þá eru komnir inn árekstrar.
Margir nota yum sem passar upp á þetta og bíður upp á að setja inn alla pakka sem eru
forsenda fyrir því að pakki sem verið er að setja inn virki. Einnig bíður yum upp á að nota
fleiri en eitt repository en repository eru pakkasöfn sem eiga að halda innbirðis venslum um
hvað er háð hverju.
Mín uppáhalds repository eru AtRpm og livna auk þeirra sem eru á fedora.is.
Það kemur hinsvegar fyrir að það verður árekstrur milli t.d. AtRpm og livna þannig að vandamálið
getur verið hvaðan er best að taka pakka og hvernig er hægt að gera það með sem minnstri fyrirhöfn?
Þegar heildaruppfærsla er keyrð er ágætt að byrja á því að setja
enabled=0 á livna og atrpm í repo skrárnar fyrir atrpm og livna (/etc/yum.repo.d/livna.repo)
Keyra svo uppfærslu með yum update.
Ef allt gengur þá er það bara gott en ef ekki heldur kemur melding um að eitthvað sé ekki til
þá virkið atrpm og livna keyra svo
yum update pakki-conflict
Dæmi xine hjá mér var með dependency á eitthvað sem var bara til hjá livna en
notaði library sem voru komin með update á extra.is
Þá var nóg að keyra inn yum update xine með allt virkt.
Annað dæmi ipw2200 firmware var í conflict milli livna og atrpm báðir áttu pakka sem tilheyrðu þessu
þannig að byrja á að gera livna óvirkt keyra svo yum update ipw2200-firmware
Ástæðan fyrir því að ég vil ekki uppfæra frá livna og atrpm grunnkerfið er að þó þeir séu stundum
fljótari með nýja pakka þá fer kerfið hreinlega í rugl með tímanum ef teknir eru pakkar úr þessari
og hinni áttinni í meira magni en þarf t.d. að vera að taka kjarna þaðan finnst mér ekki sniðugt.
skipunin
rpm -qa
gefur lista yfir alla pakka sem eru installaðir á vélina hjá manni.
Ef maður vill finna hvaða pakkar eru frá livna þá eru þeir með lvn í endingunni
atrpm pakkar eru með atfc endingu fyrir fedora.
Þannig að það er til að gera auðvelt að finna þessa pakka.
Þannig gefur
rpm -qa | grep “\.lvn”
faac-1.24-4.lvn5
xine-lib-1.1.2-4.lvn5
libdvdread-0.9.4-4.lvn5
faad2-2.0-8.lvn5
vcdimager-0.7.23-2.lvn5
a52dec-0.7.4-9.lvn5
libdvbpsi-0.1.5-2.lvn5
vlc-0.8.4a-1.lvn5
xine-0.99.4-7.lvn5
kino-0.8.0-2.lvn5
xorg-x11-drv-fglrx-8.27.10-3.lvn5
gsm-1.0.10-10.lvn5
libdvdnav-0.1.10-2.lvn5
Hjá mér og þá veit ég hvað ég ætti að reyna að uppfæra frá livna.