Ég veit að þið getið flest gúgglað hinsvegar er ágætt að fá ábendingar um hluti sem manni dettur ekki endilega í hug að séu til svona ef maður er að byrja á þessu.
Þessi grein á að fjalla um samba.
Samba er lenging á smb sem er skammstöfun á System messages block sem varð til í árdaga hjá IBM og Microsoft meðan þau voru vinir og í góðri samvinnu.
En svo maður haldi sér við efnið.
Það er einfalt að fá prentun til að virka í samba
Ég ætla að miða við Fedora/RedHat stillingar í þessari grein af því að ég er með þannig uppsetningu.
Skráin /etc/samba/smb.conf inniheldur skilgreiningar fyrir samba sem er sem sagt ef einhver veit það ekki kerfið sem notað er til að deila diskum og prenturum milli M$ Linux og ef vill Mac véla a la network neigborhood.
smb.conf skráin minnir helst á ini skrá í windows þar sem hver kafli afmarkast af hornklofi texti hornklofi lokast [Printer] sem dæmi
Til að print share virki á einföldu staðarneti þar sem ekki er domain controller er nægilegt að stilla þessu upp svona.
[global]
workgroup = WORKGROUP
server string = Samba Server
security = share
load printers = yes
printing = cups
cups options = raw
printcap name = cups
[printers]
comment = All Printers
browseable = yes
path = /tmp
printable = yes
public = yes
writable = yes
create mode = 0777
Þetta er í sjálfu sér nóg en þá þurfa menn á windows vélunum að hafa fyrir því að finna hvaða prentari þetta er
Bæta við Printer sharinu
[print$]
comment = Printer Drivers
path = /var/printers
browseable = yes
read only = no
guest ok = no
create mask = 0664
directory mask = 0775
write list = root,notandi,@ntadmin
Þarna er verið að bæta við hverjir geta skrifað í print sharið og þannig bætt við prentardriverum
@ntadmin er unix grúppa og ef viðkomandi tilheyrir grúppunni getur hann sett inn prentaradriver.
Trixið er svo að setja inn prentardriverinn til þess er annaðhvort hægt að nota rpcclient forritið eða gefa tilsvarandi windows skipanir.
Þetta eru leiðbeiningar sem ég hafði til hliðsjónar
http://us3.samba.org/samba/docs/man/Samba-HOWTO-Collection/classicalprinting.html
Windows skipun til að setja upp prentara
runas /netonly /user:root rundll32 printui.dll,PrintUIEntry /p /t0 /n \\SAMBA-SERVER\printersharename
Og svo eru menn að kvarta undan flókunum unix skipunum :-)