Jæja góðir hálsar, núna mun ég fræða ykkur um notagildi þess að hafa pínt flesta ykkur til að búa til gpg/pgp lyklapar :)

* Rafræn undirskrift:
Ef þið viljið vera viss um að Jón sé að senda ykkur tölvupóst, en ekki t.d Stefán þá getiði notast við rafrænar undirskriftir.

Evolution (gnome), og kmail (kde) er bæði með stuðning fyrir GPG Signature'ing, getið reyndar reddað ykkur pine með gpg :) en ég er ekki mikið fyrir console based email forrit :D

Þetta virkar þannig að þið nálgist public gpg lykil einstaklinsins t.d hér af huga og importið hann í lyklakippuna ykkar
# gpg –import jon-at-email.is.asc

síðan sendir hann þér email og sign'ar hann með secret gpg lyklinum sínum.
Skrifar það sem hann vill í tölvupóstinn og sendir, og ef þetta kemur frá réttum aðila ætti að birtast neðst eitthvað líkt:
“GPG Signature from jon@email.is was found to be authentic”

Og þar með veistu að þetta er frá Jóni :)


Þetta er náttúrulega gert með það í huga að þú sért viss um að þú hafir fengið þetta frá Jóni en ekki frá einhvjum útí bæ sem þykist vera Jón.

Þessum vafa má útrýma með að fá þessa lykla frá 3ja aðila eins og t.d. Skýrr sem er umboðsaðili Verisign á íslandi.
https://veflykill.signet.is/skyrr/veldu_flokk_einkalykils.htm
Getur fengið lykla þar frá 1.928kr til 6.848kr.
Fyrir 3 stigs skýrteini greiðir þú 6.848 kr. og þá ertu kominn með 100% staðfestingu á hver þú ert on-line eins konar rafræn persónuskilríki.


* dulkóðun gagna:
Þetta er náttúrulega númer 1, 2 og 3 :)
Ef þú ætlar að senda Guðmundi gögn sem enginn má sjá, þá færðu public lykilinn hans af netinu (t.d Huga)
og encryptar gögnin með þeim lykli.
# gpg -aer gudmundur@email.is leyndó.txt
síðan emailaru léyndó.txt.gpg til guðmundar og þá notar hann secret lykillinn sinn til að decrypta *.gpg skránna með lykilorðinu sínu.
Þessu skrá verður ekki decryptuð nema að secret lykill guðmundar sé til staðar, þannig það er allveg sama þó að einhver viti lykilorðið hans guðmundar, og nái *.gpg skránni einhcerstaðar yfir netið, hann mun ekki geta decryptað hana.

-

Vona að þetta hjálpi ykkur að nýta ykkur GPG meira í every-day lífi.


Þetta verður síðan síðasta greinin mín hér á huga, búið að vera gaman og þakka JReykdal og Armon fyrir virka þáttöku.

Mun birta alla mína vitleysu á www.linux.is aðalega sökum “destructive critisism” sem er ekki sama og gagnrýni heldur bara neikvæð gagnrýni og almennur fýluskapur (www.linux.is býður ekki uppá comments)
Og þar sem ég fæ ekki borgað fyrir skriftir mínar og er mjög auðsærður nenni ég þessu ekki lengur.

eins og einhver sagði: Thabks for all the fish, and goodbye …

takk fyrir mig.
Addi