“furðulegt að hann sé admin. miðað við steypuna sem hann er alltaf að pósta hérna. kannski hann hafi fengið þesssa admin stöðu fyrir að rembast við að reyna að vita eitthvað um linux.”
Ég hef sjálfur líklega verið hvað harðast að gagnrýna tilhneygingu Add4 til að setja í Greinahlutann það sem á heima á Tilkynningum, en mér finnst þetta verulega ósanngjarnt af þér, óháð því hvort þú virkilega *meinar* þetta eða ekki.
Add1 er ekki með 874 stig (þegar þetta er ritað) fyrir að klóra sér í rassgatinu og gera ekki neitt, sjáðu til. Það vill svo til að hann er helsti þátturinn í því að þetta áhugamál sé ennþá til, vegna þess einmitt að hann er mjög graður á það að setja inn Íslenskar útgáfur af leiðbeiningum og bara… stöffi. Eins og ég segi, fullgjarn á að ruglast á greinum og tilkynningum, en það er bara einn þáttur af því að vera góður admin, og ekki eitthvað sem hægt er að fella menn sem admina fyrir. Yfirhöfuð er Add1 nefnilega duglegur við að halda áhugamálinu gangandi, sjáðu til. Þetta er ekki steypa sem hann er að pósta hérna, þó að einstaka sinnum ruglist hann á kubbum. Ef ég liti yfir heildina hugsa ég að ég myndi kjósa Add4 langfyrst sem admin hérna, ef kosningar væru fyrir hendi (sem vonandi verða aldrei), og það segi ég eingöngu út frá reynslu minni af manninum á Huga, þar sem ég þekki hann ekki í gegnum neinn annan miðil, og hvað þá real life.
Allavega, þetta átti víst aldrei að verða svona heit umræða, en ég er ekkert þekktur fyrir að vera stuttorður hvort sem er. Leiðinlegt þegar menn koma með skítkast sem er byggt á fljótfærninni einni saman.