Sblender minn…
…þegar nýr kjarni kemur út er sjálfsagt að fjalla um hann. Meirihluti notenda skoða korkinn þó að þú kannski gerir það ekki, og tilætlaður tilgangus Greinahlutans er auðvitað að geyma GREINAR, ekki tilkynningar. Það að kjarninn sé kominn út er vissulega stórfrétt fyrir þeim sem ekki athuga sjálfir af og til, og þeim sem er ekki nok sama, þeir eiga að hafa rænu á því að kíkja á “tilkynningar”.
“Kjarni 2.4.6” kominn út í fyrirsögn Korkapósts segir alla söguna. Þeir sem vilja lesa ChangeLog vita vel hvar hann er að finna, þ.e.a.s. væntanlega á nákvæmlega sama stað og kjarnann sjálfan er að finna.
Það er ekkert til að rökstyðja það að þetta eigi heima í Greinahlutanum bara vegna þess að það vill svo til að áhugamálið er nefnt eftir kjarnanum.
Til hvers í ósköpunum heldurðu að Tilkynningakubburinn sé? :)