Veit að áhugamálið heitir “linux” en linux, *BSD whats the difference :D
Er meira að segja mynd af BSD daemon'inum á forsíðu áhugamálsins :)
-
Í dag tók Theo DeRaadt aðal-forritari OpenBSD stýrikerfissins kóðann af ipf úr CVS tréi OpenBSD.
Ástæðan sem hann gaf upp fyrir uppátækinu er sú að höfundur ipf breytti leyfinu og þar af leiðandi nær það ekki kröfum OpenBSD um að allir hugbúnaður skuli vera peningalega og persónulega frjáls til allrar notkunar.
Eða eins og Theo orðaði það svo skemmtilega: “Software
which OpenBSD uses and redistributes must be free to all (be they
people or companies), for any purpose they wish to use it, including
modification, use, peeing on, or even integration into baby mulching
machines or atomic bombs to be dropped on Australia.” :)
Theo vonar að Darren Reed höfundur ipf sjái að sér og breyti leyfinu aftur þannig að hann (Theo) geti bætt ipf aftur inní mainstream'ið.

Núna er boltinn á helmingi Darren og þá er bara að bíða spenntur og sjá hvað hans næsta skref verður.
Addi