Windows hefur þann kost að það er support fyrir ALLT í windows ef maður nennir að vera að leita á netinu eftir driverum eða slíku þá er ekki hardware sem ekki er support fyrir. Og það að flest bestu forrit eru gerð fyrir windows. T.d. photoshop.
Þeir eru með forritara (gæti ég hugsað mér) allan daginn að finna betri kóða og alltaf að bæta kóðan og bæta við möguleikum. Það geta open source fólk ekki þar sem einasta peninga styrking er frá fólki sem líkar þetta og vill gefa þeim einhvern smápening fyrir þetta.
Gallinn við windows er þetta með vírusa og óstöðugleika eins og flest allir vita.
Góða við linux er þetta frjálsa. Þú hefur möguleika á því að gera nánast allt. T.d. var ég í erfiðleikum með skjáinn minn og ég gat breytt því og lagað það með að breyta nokkrum hlutum í einum config file. Efast um að ég gæti gert það sama í win.
Annað plús við *NIX kerfin er þessi stöðugleiki sem það hefur. Ég hef aldrei upplifað það að linux hefur crashað hjá mér en.
Eitt stórt mínus við linux (fyrir venjulega notenda) er að það er svolítið mikið mál að setja upp forrit á linux vél. Og svo eru frekar fá “commercial” forrit til fyrir linux en vonandi á það eftir að breytast í framtíðini
Ég næ fram að þeirri niðurstöðu að hvorug stýrikerfin eru betri en hin. Þetta er spurning um hvað maður velur að nota og hvernig maður notar tölvuna sína.
In trance we trust