Þar koma til sögunnar eldveggir eða Firewalls.
Eldveggir draga nafn sitt af skilrúmum milli vélar og farþegarýmis í bílum (meðal annars), og er tilgangur þess að loka á hættur (eldur) en hleypa samt nauðsynlegum hlutum í gegn (snúrur, stýri ofl.). Eldveggir í tölvum gegna svipuðu hlutverki, loka á hættulega (og óþarfa) umferð og hleypa nauðsynlegri umferð í gegn.
Það að smíða góðan eldvegg í tölvu er nokkuð mikil list, mikið þarf að læra til að skilja hvað maður er að loka á og hvað maður þarf að opna fyrir og oft þarf að vega og meta áhættur og annað. Það er því oft ekki auðvelt fyrir einn aðila að læra allt sem tengist því og þrátt fyrir (og oft vegna) mikið af upplýsingum um þetta efni á netinu er þetta ekki einfalt mál.
Því er þetta verkefni nú hafið og vonast ég eftir að þið takið þátt í þvi með mér að smíða öflugan og einfaldan eldvegg, og með skapandi umræðum um hvers vegna við gerum það sem við gerum í honum þá nái sem flestir að skilja hvernig þetta kerfi gengur fyrir sig, burtséð frá stýrikerfum og kunnáttu.
Fylgist því vel með kubbnum sem ber sama nafn og þessi grein og gefið ykkar “feedback” á þessum málum.
JReykdal