Jæja eftir að hafa verið búinn að gleyma mér all nokkuð í öðrum hlutum barst mér pakki frá Sviss. Ég hafði ekki hugmynd um hvað í honum var en þegar ég opnaði hann sá ég 10 stykki af Ubuntu. Og allar hugsanir um að prufa Linux byrtust aftur.
Ákvað ég samt að vera aðeins varfærnari en í fyrraskiptið og byrja að prufa live CDinn. Meðleigjandinn verður forvitinn og við skoðum viðmótið og fleira. Eftir um hálftíma rífur hann einn diskinn úr pakkanum og slettar tölvuna hjá sér.
Ég sá hann nú ekki aftur nemma þess á milli að hann byrtist inn í herbergi til að ná í gamlan kappal til að ná sambandi við netið rauflandi eitthvað um þráðlausa kortið sitt. Inn á milli heyrði ég svo hlátrasköl og nokkuð há “já þanning”. Daginn eftir eyddi drengurinn mestu kvöldinu í fikt og að finna hörðudiskana sína.
Nú held ég að hann sé hreinlega horfinn í þetta þar sem hlutir eins og “þanna þarf ég að skrifa og lesa” “þetta er svo auðvelt þegar maður er búinn að fatta þetta” og “ég hef loksinns eitthverja stjórn á tölvuni”. Og þótt hann sé nýbúinn að finna út hvernig hann getur spilað mp3 og ekki en kominn með leið til að spila movie fæla þá hef ég aldrei séð hann svona húkkt á tölvunni sinni án þess að klám eða fótbolta manager komi við sögu. Hef ég nú ákveðið að leyfa honum að halda sínu striki í þessu á meðan ég safna saman í eina litla linux tölvu fyrir mig og haft hann þá mér við hlið þegar ég byrja að fikta.
En margir munu örruglega segja mér að fínt sé að reyna læra sjálfur sem má gott vera en mér liði betur að geta náð strax í eitthvern sem hefur gert hlutinn áður ef ég lendi í veseni.
Merkilegi hlutirnn er samt sá að áður en að ég prufaði Live CDinn þá var netið alltaf að detta út og inn á 5 mín fresti. Eftir að hafa prufað hann þá hefur ekkert gerst í þessu.