Vísindamönnum í Kóreu hefur tekist að búa til hátalara sem eru álíka þunnir og plastpoki, gegnsæir og hægt er að rúlla saman.
Þessar filmur eru piezoelektrískar filmur sem breyta rafmagni í hljóð. Svipaðar filmur eru í hringjurum og hátölurum í GSM símum, í bílflautum og löggusírenum. Það sem er nýtt við þetta er að þessar filmur þarf ekki að festa við neitt og það er hægt að rúlla þeim upp og stinga í vasann.