Ég var að pæla um daginn, hvort að GNOME, þetta ágæta
desktop, væri nokkuð til í íslenskri þýðingu, líkt og KDE. Ég fór
að grennslast fyrir, en þegar ég fann síðu þýðingarverkefnis
GNOME, sá ég að það var ekkert þýðingarlið fyrir íslenska
tungumálið.
Það er heilmikið að þýða, og ég gæti ómögulega gert það
einn (ég er alltaf í skóla), þannig að ég er hér að auglýsa eftir
stuðningi frá ykkur GNOME-mönnum með nóg af tíma til þess
að sóa og góða enskukunnáttu (sérstaklega tæknilega).