Ég vil hér skrifa smá gagnrýni á Linux. Þetta er meint til að koma á púnkti með hvað
þarf að lagast til að Linux geti orðið að góðu kerfi sem að hægt er að nota á
vinnustöðvar um víðann völl.
Þar sem að margir af hörðustu Linux trúboðum hér á landi og öðrum löndum hafa oft
ekki reynslu af því að vinna hjá stórfyrirtækjum með hundruðum starfsmanna þá sjá
þeir oft ekki vandræðin sem að geta komið upp við það að koma upp Linux kerfi fyrir
vinnustöðvar. Ég er mikil linux grúppía en gegnum árin þá hef ég þurft að sætt mig við
að Linux er oft ekki ennþá hæft til að vera rekið á mörgum stöðum.
Stærstu vandræðin eru distroin. Það er mikil vandræði að það séu til nokkur alvöru
fyrirtæki sem að setja saman distro. Þó að í raun og veru séu bara til tvö sem að geta
boðið uppá eitthvað alvöru. RedHat og SuSe eru þau einu sem bjóða uppá support sem
nothæft er í pro markaðinum. RedHat er hætt með vinnustöðvaútgáfun þannig að það
er þannig séð bara SuSe eftir. En þó að SuSe sé eitt eftir af pro vinnustöðvum þá eru
samt vandræði með að þeir geri ekki stýrikerfið sjálft. Erfitt er að þróa upp kerfi með
því að velja og setja saman hundruðir lausna sem að oft virka ekkert svo vel saman.
Support er það sem skiptir öllu máli. bæði support frá distroinu og support á þetta
distro frá fyrirtækjunum sem að gera forritin sem að notuð eru í fyrirtækinu. Shake er
til dæmis bara supportað á RedHat 7,3 og 8. Annað forrit er bara supportað á SuSe 8.
Eitt annað forrit er kanski bara supportað þegar þú keyrir Debian. Hvað á að velja
þarna. Það er ekkert gilt að forrit sem að gert var fyrir RedHat 7.3 virki á SuSe 8.
Reyndar er það mjög ólíklegt að það virki án þess að þú þurfir að hacka þig í gegnum
það vegna mismunandi librarya. Og þá missiru supportið frá fyrirtækjunum vegna þess
að það er ekki hægt að supporta bara Linux. Það gegnur ekki bara upp að forrit sé
supportað ef að einhver vitleysingur dytti í hug að setja upp Gentoo í vinnuumhverfi.
Þjálfunin á support starfsfólkinu þyrfti að vera rosaleg og mundi kosta milljónir á dag
að halda því við.
Og þú keyrir ekki forrit án þess að fá support. Sama hversu góður þú ert á forritið eða
hversu vel þú þekkir linux. Þeir sem að gerðu forritið vita meira um það en þú og ef þú
sparar þér hálfann dag eða meira á því að hringja í fyrirtækið oog þeir svari þér strax
eða beini þér í rétta átt þá hefuru náð að forðast mikil fjárútlát fyrir fyrirtækið sem þú
vinnur hjá. Það er akkurat þessvegna sem að flest fyrirtæki kjósa helst að velja NT,
MacO, Irix eða önnur Unix kerfi. Spurningin um hvort að Microsoft sé gott eða vont.
Spurningin hvort að Microsoft hafi stolið einhverju. Það skiptir bara ekki máli.
Hugsjónir eiga bara ekkert heima í svona umhverfi. Það eina sem að skiptir máli er að
búnaðurinn keyri án vandræða og að vandræðin sé fljótleyst þegar þau koma upp.
Við hér hjá mér keyrum NT á flestum vélum. Það að taka 2 daga í að vinna að
samhæfnismálum milli distroa gengur bara ekki upp. Ég get ekki leyft mér að vera að
leita að pökkum með backward compatability libraryum eða öðru. Það er kosturinn við
NT. Það er stórt og leiðinlegt en það er NT. Þú getur verið nokkuð viss um að þegar þú
installir Maya,Shake eða öðru að hluturinn bara virki við fyrstu tilraun. Það er hluturinn
sem að Linux vantar. Það er of mikil þróun á Linux. Það vantar stefnu. Það vantar
einhvern til að stjórna þessu með járnaga. Meðan að linux er bara í stöðugri þróun án
nokkurar samræmingar þá gegnur þetta bara ekki upp. Linux vantar alveg ótrúlega
mikið einhvern sem getur sagt STOPP. Klárum kerfið núna og gerum stýrikerfi úr
þessu. Stærsti galli Linux er nefnilega helsti kostur þess. Það að það sé opið og frjálst.
Það gegnur bara ekki svo vel upp þegar nota á þetta hjá fyrirtækjum.
Ég er mikið að vona að þessir hlutir lagist. Ég vil keyra Linux. En þar til að þetta lagast
þá verð ég að keyra NT ðea MacOs-X. Fyrirtækið hefur bara ekki efni á öðru.