NVIDIA driverinn á að vera komin inn. Það eru þó fleiri böggar í FC2 sem gera það að verkum að ég myndi bíða eftir einni eða tveimur aukaútgáfum. (bugfix version)
Ef þú ert með windows á tölvunni og stefnir á að keyra dual boot, skaltu fyrst taka afrit af öllum gögnum í windows stýrikerfinu. FC2 á það nefnilega til að eyðileggja NTFS disksneiðar.
Up2Date og pakkastjóri fedora virka eins og síðast illa eða alls ekki. Þar koma yum og apt-get í góðar þarfir.
Gnome, sem hefur alltaf verið mitt uppháhalds gluggaumhverfi, virðist vera að klúðra öllu sem hægt er að klúðra. Nýji nautilus er glataður. Búið er að fjarlægja tækjastiku og hliðarvalmynd, og nú opnast allar möppur í nýjum glugga. Þetta er ákvörðun þróenda Gnome, og finnst mér forræðishyggja þeirra vera komin út í öfgar. (að vísu má laga þetta í gconf, sem er nokkurskonar “windows registry” í gnome)
Gnome á það líka til að festa geisladiska í tölvunni og virðist oft ekki annað ráð en að endurræsa tölvuna. Þetta stafar af þjónustunni fam sem fylgist með breytingum í skráarkerfinu. Tvö ráð eru við þessu, annarsvegar að drepa fam ferlið, og hinsvegar að nota lazy unmount. Það þarf að gerast úr skel
$ umount /mnt/cdrom -l
Þegar lazy umount er notað, bíður umount eftir því að fam hafi lokið sér af og grípur þá tækifærið til að aftengja, áður en fam fer aftur á kreik.
–
Til að hægt sé að nota FC2 að einvherju viti þarf að setja inn ýmsa hluti: hljóð og mynd spilara (t.d. totem), ýmis codec XviD,WMA,DivX,QT,RM,MP3,…. Einnig þarf að setja inn almeinilegt skrifaraforrit svo sem K3B, flash og java fyrir Mozilla vafrann.