Linux ráðstefnan sem haldin var í tónlistarhúsinu í kópavogi fimmtudaginn 15 mars heppnaðist að mínu mati bara vel.
Flestir ræðumennirnir sem voru: Árni Matthíasson og talaði hann um “Heimsyfirráð og dauði: Linux og framtíðin” og náði hann að klára allt sitt efni og gerði það vel (ræðumenn höfðu tímamörk)
Sá næsti var Eric S Raymond og talaði hann um “The open source revolution: How software engineering might finally grow upp”
Og var hann með atthyglisverðan og léttan fyrirlestur um hvernig breyta mætti source kóðanum eftir því hvernig henntaði hverjum notanda, talaði hann einnig um hakkara.
* Sá þriðji var Arnar Hrafn Gylfason og talaði hann um KDE umhvefið og gríðarlega fjölbreitni þess og um hið nýja KDE2
* Sá fjórði var Gylfi Árnason og talaði hann um áhrif Linux á rekstrarumhverfi og tölvufyrirtækja
Kaffihlé var síðan tekið með úrvalsveitingum
* Sá fimmti var Heiðar Þór Guðnasson forstöðumaður tölvuþjónustudeildar Decode og talaði hann um Linux notkun í fyrirtækinu og hið gríðarlega tölvumagn sem notað er þar.
* Sá sjötti var eingin annar en Alan Cox ein hellsti forrotari Linux kjarnans og kynnti nýjustu útgáfuna og marga áhugaverða hluti.
* Sá sjöundi og sá síðasti var Bjarni R Einarsson tölvunarfræðingur og netverji og talaði hann um sjálfstætt menntakerfi með frjálsum hugbúnaði og um ýmis lönd svo sem Mexíko sem ætlar að Linux væðast á næstu árum.
Þessi ráðstefna var mjög áhugaverð og góð í alla staði og meiga aðstandendur hennar vera stolltir af vel heppnuðu framtaki.
…out