Ég senti einn grein fyrir ekki svo löngu síðan til að tilkynna að QT
toolkittinn hefði verið hakkaður til að geta notast við AntiAlias texta.
Eða öllu heldur geta nýtt sér hið nýja Render extension í XFree86 4.x

Þessi ferill hefur verið að bögglast í mér síðan, og hef ég eitt mörgum
andvökunóttum í að reyna að koma þessu í gagnið, allt fyrir ekki.

Hins vegar, núna fyrir nokkrum dögum, fann ég *mjög* góða leiðsögn
um hvernig ætti að bera sig að, og ætla ég að deila þeirri reynslu með
ykkur.

-
Fyrst og fremst þarftu nýlegt snapshot af Freetype 2.x
# wget
ftp://freetype.sourceforge.net/pub/freetype/unstable/freetype2-current.tar.gz
# tar zxvf freetype2-current.tar.gz
# cd freetype2-current
# ./configure && make && make install

Síðan þarftu að nálgast nýlegan source kóða af XFree86 4.x
Þá annað hvort 4.0.2 eða nýlega CVS útgáfu.
Hér á Huga er CVS útgáfa frá 19.Febrúar sem er nógu nýleg og mæli
ég með henni í verkið.
# wget http://www.hugi.is/files/linux/xfree-cvs-280201.tgz
# tar zxvf xfree-cvs-280201.tgz

Þegar source kóðinn hefur verið afpakkaður þarftu að bæta einni línu
inn í eina skrá.
# pico xc/config/cf/host.def
og bæta línunnu: #define Freetype2Dir /usr/local

og síðan máttu vistþýða X serverinn
# make World; make install

Síðan þarftu að sjálfsögðu að stilla XFree eftir þínu höfði.

ath!
Þú verður að notast við official drivera frá XFree liðinu, utanað
komandi driverar t.d. frá NVidia virka ekki!
Hinsvegar á að vera komið stuðningur við XFree Render Extension í
útgáfu 0.9-7 í NVidia driverunum, veit ekki um frá öðrum vendorum.

Síðan þarftu að sjálfsögðu QT.
QT 2.3 var útgefin núna fyrir nokkrum dögum er sú útgáfa með
built-in support fyrir Xft
# wget ftp://ftp.trolltech.com/qt/source/qt-x11-2.3.0.tar.gz
# tar zxvf qt-x11-2.3.0.tar.gz
# cd qt-2.3.0
# export QTDIR=$PWD
# /configure -xft -sm -gif -system-jpeg -no-opengl
-no-g++-exceptions

Og ekki má gleyma fontunum :)
# wget http://keithp.com/~keithp/fonts/truetype.tar.gz
# mv truetype.tar.gz /usr/X11R6/lib/X11/fonts
# tar zxvf truetype.tar.gz && rm -f truetype.tar.gz

# wget http://keithp.com/~keithp/fonts/XftConfig
# mv XftConfig /usr/X11R6/lib/X11

Og þá er það búið :)
Þá er bara að restarta X og njóta dásemnda anti alias :)

góða skemmtun
Addi