Jæja, kominn tími til að ég skrifi langa grein til ð svara spurningu greinarhöfundar um hvað mig hlakki mest til að fá og skoða. Vil samt taka fram að ég hef ekki ennþá drullast til að þýða mér 2.6 eða prófa að keyra hann; látið duga að fylgjast með
http://kt.zork.net/ o - Hyperthreading support er komið (ásamt bæði AMD64 og IA64) sem í grundvallaratriðum þýðir að kjarninn er tilbúinn fyrir amk næstu 3-5 kynslóðir af pc örgjörvum IMHO.
o - Preemptible kjarni ásamt O(1) schedueler og futexes í staðinn fyrir ‘the big kernel lock’ þýðir mun betri response tími (feels faster) sem er bara sniðugt fyrir alla, ekki síst desktoppinn minn.
0 - Nýtt device model sem þýðir betra hot-plug support (e.g. usb, firewire, pci-hotplug, etc.), og betri ACPI/APM/whatever power-saving features (já og PnP stuðningurinn er víst loxins kominn í skikkanlegt horf)… OG sysfs skráarkerfi til að sýna hardware-ið í vélinni… mér finnst þetta allt mjög sniðugt.
o - Extended attributes í filesystem (og þar með ACL)…loxins loxins segi ég nú bara ;) og já xfs er (líka loxins loxins) komið inní mainstream. og já NTFS er (enn á ný, loxins) komið með read/write support + stuðningur við Windows ‘dynamic disks’ partitionir. allt er þetta sniðugt … úh og já, transparent compression extension á iso9660 fs… troðið ennþá meira dóti á geisladiskana mína núna.
o - XBox joypad support…. 'nuff said ;)
o - ALSA sound system…yay
V4L…yey…DVB…yay. Media center coming up.
o - NFS! Mér er, og hefur verið lengi, meinilla við NFS. Hlakkar til að komast að því hvort NFSv4 eigi betur við mig. Las líka einhversstaðar að 2.6 styðji að mar mount-i CIFS fs natively…þarf að skoða betur. Svo er ég líka forvitinn um InterMezzo distributed filesystemið… þarf að skoða það betur líka.
Er það annars ekki fínt áramótaheit: Ekkert brennivín fyrr en kjarninn er þýddur?
skál