Jæja…
Það er loksins komið að því. kernel.org hefur aulýst release á 2.6 kernelnum. Changelog má sjá hér: http://kernel.org/pub/linux/kernel/v2.6/ChangeLog- 2.6.0. Mikið í skóinn hanfa mér í dag. Linus gaf mér nýjann kernel. Steve Jobs gaf mér stóra uppfærslu á makkann auk firmware updates á batteríið og Peter Jackson gaf mér nýja LotR mynd.

Ég held ég fari ekkert í það hvað er nýtt í þessum kernel. Margir búnir að fara útí það undanfarið og sé ekki ástæðu fyrir að endurtaka það.

En mig langar að spurja í staðinn. Hvað í nýja kerfinu hlakkar ykkur mest til að fá og skoða?
Persónulega er ég spenntur að sjá hvað þetta gerir fyrir mig í firewall, routeing og vpn málum.