Ráðstefnan Upplýsingatækni og Menntun
Ég biðst afsökunar á að vera 9 mánuðum of seinn :-)
Í janúar sendi Jóhannes Reykdal opið bréf til menntamálaráðherra,
sem endar svona:
*********************************************** ******************
<snip>
Því spyr ég: Hver er stefna íslenskra stjórnvalda í þessum málum
og hefur verið litið á opinn hugbúnað sem valmöguleika í íslensku
menntakerfi?
Er það á stefnuskrá stjórnvalda að gera könnun á þessum
valmöguleika fyrir íslenskt menntakerfi?
Fyrir hönd áhugasamra einstaklinga,
Jóhannes Reykdal
***************************************************** *************
Linkur á bréfið í heild sinni:
http://www.hugi.is/linux/greinar.php?grein_id=6 4855
Menntamálaráðherra svaraði:
********************************************* *******************
Heill og sæll,
Þakka þér fyrir orðsendinguna.
Menntamálaráðuneyti hefur falið Halldóri Kristjánssyni að gera úttekt
á kostum og göllum opins hugbúnaðar fyrir skólakerfið.
Munu niðurstöður þessarar úttektar verða kynntar á árlegri ráðstefnu
ráðuneytisins um upplýsingatækni og menntun, UT2003, sem haldin verður
á Akureyri 28. febrúar og 1. mars.
Er þér hér með boðið að taka þátt í málstofu á ráðstefnunni
þar sem niðurstöður úttektarinnar verða kynntar.
Með bestu kveðju,
Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra / Minister of Education, Science
and Culture
Menntamálaráðuneyti / Ministry of Education, Science and Culture
150 Reykjavík / IS-150 Reykjavik
Ísland / Iceland
********************************************** ********************
Ráðstefnan var 28. febrúar og 1. mars 2003.
Þetta var meðal annars á dagskránni:
****************************************** *****
Guðbrandur Örn Arnarson
Markaðsstjóri
EJS hf
Halldór Kristjánsson
Framkvæmdastjóri
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Elvar Þorkelsson
Hugbúnaður fyrir skóla: Allt opið og ókeypis?
Svokallaður opinn hugbúnaður (open source) hefur verið áberandi í
umræðunni undanfarið.
Í þessari málstofu verður greint frá nýrri úttekt
menntamálaráðuneytisins á hugbúnaðarmálum skóla. Talsmenn Microsoft,
StarfOffice og Linux skiptast á skoðunum um hvaða hugbúnaður henti
skólum best.
************************************************ *
Fórstu á ráðstefnuna og/eða málstofuna, JReykdal?
Veit einhver hvað fór fram þarna?