Ég ákvað að skrifa smá grein fyrir byrjendur sem vilja prófa Linux
ég var byrjandi sjálfur í fyrra en er samt búinn að læra nokkuð mikið á Linux

Ef þú veist ekki hvað Linux er þá er gott að lesa þessa grein:

http://www-106.ibm.com/developerworks/linux/l ibrary/l-start.html?ca=dgr-lnxw15LearnLinux

Ef þið viljið prófa linux án þess að setja upp á harðadiskinn þá
mæli ég með því að þið prófið Knoppix sem er Linux útgáfa sem keyrir beint af disknum.
Getið nálgast knoppix á ftp.rhnet.is, brennið svo
ISO skrána á disk með forriti eins og Nero.

Ef þið viljið prófa að setja inn Linux á harðadiskinn þá er hægt að
gera miklu meira.
Fyrst þarf að skipta harðadiskinum í sneiðar
(partition) best er að nota forritið Partition Magic til að gera þetta.
Það fylgir oft eitthvað partition tól með Linux útgáfum. Til að vita meira um hvernig á að gera þetta er best að leita fleiri upplýsinga á netinu.

Gott er að kíkja á http://www.linuxcompatible.org/ og gá hvort að
einhver sérstakur vélbúnaður sem þú hefur virkar í ákveðinni
Linux útgáfu.

Síðan er komið að því að velja Linux útgáfu. Helstu útgáfunar eru
Red Hat, Mandrake, SuSe, Slackware, Debian og Gentoo.
Ef þú myndir velja Gentoo þá myndiru læra mikið á Linux, vegna þess að þú setur upp Gentoo algjörlega upp sjálfur.
Ég mæli samt með Red Hat fyrir byrjendur vegna þess að það er auðvelt í uppsetningu og mikið til af tilbúnum forritum í .rpm formi.

Veldu það sem þér finnst best vegna þess að í Linux hefuru frelsið til að velja, þar er ekki þröngvað upp á þig einhverju stýrikerfi eða forritum sem þú átt að nota.

ftp.rhnet.is er með margar Linux útgáfur innanlands sem hægt er að sækja.

Ég er ekki spenntur fyrir Mandrake þótt að það eigi að vera
eitthvað byrjendavænt, það á líka að setja inn auglýsingar í nýjustu Mandrake útgáfuna og ég þoli ekki ad-ware.

Þegar þú ert að setja inn linux þá geturu valið um hvaða gluggaumhverfiþú notar. Venjulegar er Gnome og KDE á flestum Linux útgáfum. Það skiptir ekki máli hvað þú velur, KDE er mitt val.
Það eru till fullt af öðrum gluggaumhverfum sem þú getur valið.

Ef þú ert vanur Windows XP þá væri kannski sniðugt í fyrstu að
setja upp Xpde eftir að þú hefur sett upp Linux.
XPde er gluggaumhverfi sem er nákvæmlega eins og umhverfið í
Windows XP.

hér er lýsing á XPde tekin af síðunni þeirra:

It's a desktop environment(XPde) and a window manager(XPwm) for Linux. It tries to make easier for Windows XP users to use a Linux box. Nothing more, no clipboard compatibility between Gtk and Qt applications, no emulation of Windows applications, no unification on the widgets of X applications,
just a desktop environment and a window manager.

Kynntu þér XPde á http://www.xpde.com/ og skoðaðu
scrennshotin þar.

Þú ert líklega Windows XP notandi og ert vanur ýmsum forritum til að gera ýmislegt.
Þá er gott að fara inná http://www.nordicos.org/?lang=is
Þar eru vel valin forrit sem hægt er að nota.

En ég set hér inn nokkur forrit sem ég nota í
staðinn fyrir sum forrit:

Nero Burning Rom - K3b (Nero klón fyrir Linux)
MSN - Gaim eða aMSN
Winamp - XMMS
Internet Explorer - Opera, Mozilla
Windows Media Player - Xine, Mplayer
DC++ - DCGUI
Outlook - Evolution

Office XP er besta forritið í ritvinnslu o.fl, það er hægt að nota það í Linux ef þú kaupir þér Crossover Office, en annars eru til forrit eins og Open Office sem er frítt eins og mestallt í Linux

það er hægt að finna fleiri forrit á
www.freshmeat.net, http://linuxberg.simnet.is

Ein nauðsyn fyrir Linux er apt-get, það er upprunalega komið frá
Debian en apt-get er líka til fyrir RPM útgáfur eins og RedHat

hér er hægt að ná í apt-get fyrir RedHat 9:
http://atrpms.physik.fu-berlin.de/dist/rh9/atrpms-k ickstart/
atrpms-kickstart-13-1.rh9.at.i386.rpm

með apt-get er hægt að ná í forrit fyrir linux á mjög auðveldan hátt

Til að fá apt-get í gang er þetta gert í terminal glugganum

apt-get update

Ef þú vilt grafískt viðmót með apt-get skrifaru

apt-get install synaptic

Til að geta spilað mp3 í Red Hat þá gerir þú:

apt-get install xmms-mp3


apt-get finnur alla nauðsynlega pakka sem þarf, t.d ef þú gerir

apt-get install mplayer

þá nær apt-get í alla nayðsynlega aukapakka fyrir þig svo að þú getur horft á DivX o.fl.

Ég vil benda á þessa síðu: http://24.220.179.115/docs/RH9-UMG.html

þar er meira um apt-get og RedHat 9.


Allt sem ég hef lært í Linux lærði ég með því að fikta og læra á mistökum mínum en það er líka gott að lesa eitthvað meira um linux á netinu.