NSA (National Security Agency) hafa fiktað eilítið í linux
kernelnum og eiga þeir nú að hafa bætt öryggið þar gríðarlega.

Ég prívat og persónulega hef nú ekki mikla trú á þessu, þar sem nú
er til sérstakt security patch á kernelinn sem t.d kemur í veg
fyrir flestar gerðir buffer owerflowa og restrictar aðgang að /proc
og linka í /tmp.
Þetta mun að öllum líkindum (trúi nú bara ekki öðru) hægja talsvert
á linuxnum og quote'a ég þá í jöfnuna: hraði != öryggi , þannig ef
þeir hafa aukið öryggisfaktorinn hlýtur það nú eitthvað að hafa
áhrif á hraðann.

Einnig einfaldlega treysti ég bara ekki NSA (þeir stjórna CIA
btw.), only the paranoid survive, hef einfaldlega horft á alltof
margar bíómyndir sem fjalla um eitthvað brjálað samsæri hjá CIA/NSA
til að geta installað einhverju frá þeim kumpánum :)

En þeir sem ertu hugrakkaðri en ég geta náð í þetta hér:
http://www.nsa.gov/selinux/download.html

Væri gaman að fá eitthvað feedback á þetta …


add1
Addi