Þar sem ég hef verið ákafur aðdáandi Blizzard leikja um langa tíð, eða frá Warcraft II: Tides Of Darkness þá var það svoldið leiðinlegt að geta ekki spilað þá lengur í Stýrikerfinu sem ég nota, en það er Gentoo Linux, þurfti ég að spila Warcraft III diskinn minn á fartölvunni minni sem er með Mac OS X stýrikerfi uppsett. Ég elska samt ekki þessa leikið það mikið að ég vilji borga sirca 16.000kr fyrir útgáfu að windows auk þess sem ég myndi aldrei nenna að dual-boota bara til að spila einn leik.

En sem betur fer er núna hægt (og hefur verið lengi reyndar) hægt að spila Warcraft III í kerfnum sem nota linux kjarnann á x86 og það er hægt með forriti sem heitir WineX.


Fyrst þar að athuga að því hvað þarf til þess að þetta virki:

Linux 2.2 eða hærra
XFree86 4.0 eða hærra (mælt með 4.10)
glibc 2.1.3 eða hærra
Þrívíddarkort sem styður OpenGL

Auk þessa lista sem er á transgaming.com komst ég að því að ég þurfti að hafa stuðning fyrir “Microsoft Joilet CDROM extensions” í kjarnanum. annars kom afar ljót villa sem verður ekki höfð eftir hér.

Næsta sem ég gerði var að ná í winex3_3.1-1.i386.tgz tarboltann og setja hann inn.

(
Vil ég hér taka það fram að ég borgaði ekki fyrir þessa útgáfu að winex, forrit í tölvunni minni hafa ótrúlega sögu með að virka ekki. Td. virkaði Warcraft III ekki einn daginn hjá mér þegar ég notaði windows og neitaði að byrja að virka aftur þrátt fyrir að ég setti kerfið inn aftur allavegana 3svar. Einnig virkaði CVS (fríja) útgáfan af WineX alls ekki á neitt. Þannig mig langaði til að sjá hvort þetta virkaði ekki áður en ég borgaði fyrir það…

Hinsvegar þar sem þetta virkar svona snilldarvel hyggst ég gerast áskrifandi frá og með deginum sem 3.2 kemur út:)
)

Svona er sniðugt að gera það ef maður er með Gentoo: (sem root)

cp winex3_3.1-1.i386.tgz /usr/portage/distfiles/ && emerge winex-transgaming

eða á öllum öðrum kerfum:

cp winex3_3.1-1.i386.tgz / && cd / && tar xzf winex3_3.1-1.i386.tgz

síðan skal keyra winex3 skrána úr skipanalínu sem venjulegur notandi til að stinningarnar komi inn.


Næst var að setja inn Warcraft III en til þess gerði ég eftirfarandi.

1. Setti inn Warcraft III diskinn
2. ‘mountaði hann’ mount /mnt/cdrom
3. winex3 /mnt/cdrom/install.exe

Eftir þetta setti ég inn nafni mitt og kóðann sem ég fékk með leiknum

Eftir þetta ætlaði ég að keyra leikinn þannig ég fór í ~/.transgaming/c_drive/Program Files/Warcraft III og skrifaði winex3 war3.exe .. þá hékk bara leikurinn í óendanlega langann tíma í svörum skjá og ekkert gerðist.

Þá las ég svoldið af skjölum um þetta sem ég fann á vefnum og fann út að það væri kannski sniðugra að gera:

winex3 –winver winxp –debugmsg +err War3.exe –opengl

þegar ég ræsi leikinn svona tekur u.þ.b. 30 sekóntur að fá hann í gang á 1666MHz tölvunni mini en eftir það virkar hann fullkomlega.

einnig breytti ég ýmsum örfáum stillingum í ~/.transgaming/config til að fá dýrðina til að spilast betur:

#fá leikinn í glugga en ekki fullscreen
“Desktop” = “1024x768”
#til að hægt sé að hreyfa músina út fyrir gluggann í leik:
“DXGrab” = “N”

þessar stillingar eru þegar inni þannig breytið þeim, ekki bæta þeim við



Eftir þetta varð mér ljóst að á milli þess að ég spilaði starcraft & warcraft nennti ég varla að skipta um diska í hvert skipti þannig ég bjó til iso myndir af þeim svona:

dd if=/dev/cdrom of=warcraft3.iso bs=2048

og síðan þegar ég vil setja diskinn ‘inn’ geri ég þetta:

mount warcraft3.iso /mnt/cdrom/ -t iso9660 -o ro,loop=/dev/loop0

það þarf varla að minnast á að þetta er mun skemmtilegra þar sem maður þarf ekki að skipta um diska í sífelllu.




Warcraft III virkar fullkomlega hjá mér eftir þetta allt, reyndar betur en hann gerir í Windows eða MacOS9/X því að ég hef möguleika á að hafa hann ekki í fullum skjá, og slíkt finnst mér ekki sniðugt:)

Myndböndin virka en vert er að taka það fram það sem ég hafði lesið allmargar greinar um að þau virkuðu bara ekki, þannig ef þið eruð í vanda með þau færið eða eyðið movies möppunni úr warcraft3 möppunnni

Það er kannski við hæfi að láta nokkur skjáskot af leiknum:

<a href="http://www.simnet.is/velfag/war3/screen1.jpeg“ title=”Fyrsta borðið“> Fyrsta Borðið</a> og
<a href=”http://www.simnet.is/velfag/war3/screen2.jpeg“ title=”Battle.net Lag"> á battle.net</a