Ég hef verið að þýða Gnome skjáborðið þó nokkurn tíma og er búin að þýða uþb. 3000 strengi. Grunnkjarni Gnome skjáborðsins liggur einhverstaðar í kringum 10.000 strengi síðast þegar ég athugaði. það er að sjálfsögðu algjör firra að reyna að takast á við þetta einn hef ég þess vegna ákveðið að senda smá skilaboð hingað til að sjá hvort að það séu einhverjir áhugasamir um að aðstoða mig við þýðingar á Gnome skjáborðinu.
Ég hef sett upp drög að síðu Gnome þýðingarhópsins á eftirfarandi slóð: http://www.techattack.nu/~gnome
Inn á þessari síðu liggja meðal annars upplýsingar hvernig eigi að sækja gnome hugbúnað frá Gnome kóðahirslum á netinu ásamt því hvernig þú sendir þýddar útgafur inn í kóðahirsluna á ný.
Áhugasamir geta kíkt á síðuna og sent mér tölvupóst á sammi@techattack.nu