Scintilla widgetið, þektast frá SciTE ritlinum, er komið í útgáfu 1.35 - þetta er án efa einn besti ritill sem um getur fyrir forritara, og er til fyrir Linux/GTK+ og Windows - en kóðinn er opinn og meðfæranlegur, þannig að við ættum ekki að vera í vandræðum með að koma honum yfir í QNX eða BeOS eða eitthvað. endilega kíkið á www.scintilla.org.
Útgáfa 1.35 styður eftirfarandi mál: C, C++, C#, Java, PHP, HTML, XML, JavaScript, VB, VBScript, Resource, Batch, Properties, Makefile, Shell script, Perl, Pascal, Errorlist, Difference, Lua, Python, SQL, PLSQL, LaTeX og Apache Config, - og í útgáfu 1.36 er búist við því að kominn verði stuðningur fyrir Hex ritun, Assembler, ASP, JSP og sitthvað fleirra.
Þessi ritill skarar framúr.