Ég hef hingað til ekki rekið mig á að WM9 sé besta leiðin til að streyma útvarpi yfir netið. Þar vinnur, þó mér sé meinilla við að segja það, RealOne. Best bang per buck.
WM9 video getur vel verið með þrisvar sinnum hærri upplausn en DVD diskar. Ég hins vegar fatta ekki alveg tilganginn vegna þess að flöskuhálsinn er sjónvarpið sjálft. Þú getur verið með langflottasta spilarann í bænum, en ef sjónvarpið er kúkur, þá mun allt verða kúkur sem þú spilar á því sjónvarpi. Eins og staðan er í dag, er hæsta upplausn sem er raunhæft að spila á, 720x576 (fyrir PAL) eða 720x480 (fyrir NTSC), því það er einfaldlega ekki hægt að senda út með PAL eða NTSC signali, hærri upplausn. Ef WM9 video mun spila í 2160x1728, þá hef ég eitt orð “why?” Ekkert sjónvarp nær að spila svo fína upplausn, sem gerir það nokkuð gagnslaust.
DRM er ekki leiðin til að stoppa “glæpamenn” í að “stela” tónlist og bíómyndum. Ekki frekar en að leiðin til að stoppa notkun eiturlyfja með því að koma sölumönnunum úr umferð. Þetta er fáránlega einfalt dæmi til að leggja upp. Ef _einhver_ eftirspurn er eftir því, þá _mun_ alltaf vera til _einhver_ sem sér um framboðið. Gildir einu hvort um er að ræða kókaín, mjólk eða bíómyndir. En, ef þú átt bágt með að skilja það, þá er vandamálið frekar þín meginn en hjá okkur hinum.
Btw. ég set “stela” og “glæpamenn” hérna innan sviga, þar sem ekki er um eiginlegan þjófnað sem slíkan að ræða, engum físískum hlut er stolið, og svo kýs ég að nota orðið “glæpamenn” yfir fólk sem gerir öðru fólki illt.
Dreptu eftirspurnina, og þá ertu búinn að drepa ástæðuna fyrir framboðinu.
Og þú segir að þetta sé fyrir ríka fólkið. Þá ætla ég einfaldlega að endurtaka það sem ég heyrði einhvern ríkan kall segja: “Ég varð ekki ríkur af því að gera vonda díla”. Áskrift að tónlist, þ.e. eins og t.d. tonlist.is brandarinn er útfærður, er gott dæmi um vondan díl. Ef ég kaupi geisladisk get ég hlustað á hann hvenær sem er, ég þarf ekki að borga Jóni labbakúti Ólafs grænan túskilding til að hlusta á þennan disk eftir að hafa keypt hann. One-time-payment er orðið hér.
Var ég að minnast einu orði á iMac? Ég get svo svarið það, ekki skrifaði ég neitt um iMac sem mig minnir. Þessi Athens tölvu hönnun er hins vegar alveg sláandi lík 20 ára afmælis útgáfu af Macintosh. Þ.e. lyklaborð, mús, LCD skjár, kassinn var að vísu til viðbótar, en hann var hægt að staðsetja í ágætri fjarlægð frá öllu hinu.
Ennfremur, hver er tilgangurinn með því að hafa ljós á skjánum sem kvikna við ýmsar tilkynningar? Það er bara algjört “obbobbobb” frá viðmótshönnunarsjónarmiði. Fókusinn er færður frá skjánum, þar sem hann er venjulega, og færður á annan stað á skjánum, þar sem fólk horfir venjulegast ekki.
Þú segir að sölutölur segi ekki neitt. Ég vil nú frekar meina akkúrat hið gagnstæða. Sölutölur hafa nefnilega í gegnum tíðina sagt allt. Þær ráða því hvort vörur séu einfaldlega til eða ekki! Ég vil ennfremur meina að ég sé ekki fífl, hvað sem þú heldur, einmitt vegna þess að ég tel tablet pc ekki framtíðina í fartölvum. Hvers vegna? Tengist skjáunum ekki vitund. Þú getur aftur á móti fengið svarið með því að spyrja sjálfan þig einfaldrar spurningar….
Hversu hratt skrifarðu á mínútu með penna annars vegar, og lyklaborði hins vegar?
Eða, ú ú ú, “þarf” maður kannski ekki lengur að vélrita?
Þú segir að SPOT sé fyrir ríka fólkið. Gott og vel, það má vel vera. Ég aftur á móti, sé ekki mikið um alvöru not fyrir þá tækni. Þetta er í formi armbandsúra, til að geta birt eitthvert alvöru magn af upplýsingum þurfa þau að vera stór, almennt séð, kann fólk illa við stór úr.
Ford Prefect: “How would you react if I told you I was not from Guildford but from a small planet somewhere in the vicinity of Betelgeuse”