Upp á síðkastið hefur verið merkilega mikið um fjaðrafok hérna megin tölvubransans, sökum áhuga og meint vit Windows-manna manna á Linux.
T.a.m. þetta afar skemmtilega viðtal sem fjallaði um að Linux væri engin ógn við Windows, sem og þetta taut í einhverjum sem kom inn á þetta áhugamál með það í huga að gera okkur öllum greiða, og láta okkur sjá að við höfum greinilega ekkert vit á Windows og ættum bara að hætta þessari Linux vitleysu.
Alltaf þegar ég tek mig til og fer að pæla í þessum “málefnum”, þá rekst á spurningu sem ég get sjálfur a.m.k. alls ekki svarað.
“Og?”
Og hvað, háttvirtur höfundur seinustu greinar? Trúir þú því virkilega, að menn noti Linux almennt til þess eins að vera kúl? Heldurðu að menn nenni að læra á allt Linux-havaríið sem þú gagnrýnir sjálfur að sé of flókið, en nenni ekki að nota Windows þó það sé svona dásamlega auðvelt og þægilegt?
Og hvað, háttvirtir Linux-kúlistar? Getið þið gert svona svaka kúl hluti með Linux sem er ekki einu sinni hægt að láta sig dreyma um í Windows? Til hvers þarf háttvirtur höfundur seinustu greinar það?
Auðvitað grínast maður með það af og til og baunar á Windows-menn þegar maður getur eitthvað léttilega í Unix-based stýrikerfi sem er ekki fræðileg glæta að gera á heilsteyptan máta í Windows… en að vera að búa til vandamál og rífast yfir þessu finnst mér aðeins of langt gengið.
Finnst þér Linuxarar og Unixarar bara vera í tómu tjóni og ekkert hafa vit á því sem þeir eru að segja? Þá notarðu auðvitað bara Windows. En til hvers ættirðu að vilja reyna koma Linux-mönnum frá Linux?
Og sömuleiðis, til hvers ættum við að vilja að fólk hætti að nota Windows og byrjaði að nota Linux?
Mikið af GNOME og KDE developerum tala um hvað þeir ætli að gera til þess að vera í samkeppni við stóru desktopin… en alltaf gleymist; til hvers? Hvað varð um “hackers for hackers”?
Ég nota X-Chat vegna þess að þar eru fítusar sem ég, sem tölvunörd, er líklegt að vilji! Það var tölvunörd eins og ég sem smíðaði forritið!
Ég nota Sylpheed vegna þess að ég er tölvunörd og líklegt er að þeir sem þróuðu hann vildu sömu hluti og ég!
Það er það sem þetta snýst um! Val! Ekki um það að vera “bestur”, og þá væntanlega enn síður að tuða í öðrum yfir því hvað maður sjálfur hafi nú tekið skynsamlega ákvörðun með því að kaupa sér Macintosh eða nota Linux.
Fræðsla, skot og grín, það er eitt, en þegar menn eru farnir að rífast, þá er þetta nú bara nei-víst-nei-víst situation. George W. Bush og Saddam Hussein ring a bell?