Markmið þessarar greinar er að endurlífga námskeiðið Tölvusmíði sem fáir virðast vita af né um. Námskeiðið fer fram á Grandagarði 8 og stendur yfir í 4 vikur.
Fyrstu tvær vikurnar er farið yfir vélbúnað, verkan hans og fá nemendur svo tækifæri á að setja saman eigin vél sem verður svo hans eign að námskeiði loknu.
Viku 3-4 verður svo farið yfir Linux og setja nemendur upp Debian á vélarnar sínar sem sá ber svo ábyrgð á að viðhalda og keyra.
Skráningar fara fram hjá Námsflokkum RVK í síma 551-2992 og kostar 30.000 kr. Miðað er við að minnsta kosti 6 séu á skrá til að námskeiðið fari fram og eru 2 þegar komnir á skrá. Um að gera að skrá sig ef viðkomandi hefur áhuga. Komum þessu námskeiði aftur á koppinn, enda fínt framtak fyrir lítinn pening. :)
-axuz