Ungfrú táningur
Bandaríkjamenn halda keppni í öllu. Nú er búið að krýna Vanessu Marie Semrow, sautján ára mær frá Wisconsin, sem Ungfrú táningur árið 2002. Keppendur, sem voru á aldrinum 13-18 ára, þurftu að gera allt sem er gert í venjulegum fegurðasamkeppnum, koma fram á sundbol, í kvöldkjólum o.s.frv. Það kom síðan í hlut Marissu Whitley sem var Ungfrú táningur í fyrra að krýna arftaka sinn. Semrow mun ferðast um Bandaríkin í heilt ár þar sem hún mun taka þátt í herferð gegn ofbeldi.