Fyrirgefið ef ég starta leiðinlegri umræðu um fordóma engum líkar vel við þetta umræðuefni.
Mér datt þessi umræða í hug þegar einhver póstaði mynd af Edward Norton í American History X og líka þegar Harmageddon bræðurnir tóku viðtal við íslenska nýnasistann en þeir sem hafa ekki séð þetta þá er þetta á forsíðunni á huga. Ég veit að nasismi og rasismi er deyjandi hlutur en þið sem ætlið að halda þessu áfram endilega komið ykkar hlutum á (réttan) veg. Mig langaði að vita hvað ykkur finnst um þetta og hvernig þið túlkið þessa tvo hluti.
Varðandi þessa mynd, þá hata ég svona wannabe nýnasista sem trúa á þessa mynd í þeim skilningi að þessi mynd táknar bara kynþáttahatur og hvíti kynþátturinn er æðri öðrum, það er bara langt í frá, þessi mynd táknar um mann sem var alinn upp við kynþátta hatur frá föður sínum og hann vissi ekki betur heldur en bara að trúa honum í blindi.
Hann fór í fangelsi og kynntist svörtum manni sem vann með honum í “The Laundry” fyrst er hann efins og heldur í sína íhaldssömuhlið en með tímanum byrjar honum að líka vel við hann og endar með því að þessi svarti maður bjargar honum frá því að vera drepinn í fangelsinu. Þessi mynd erum mann sem lærir á heimskunni sinni og lærir líka að lífið er of stutt til að lifa í hatri.
Edward Norton fór gjörsamlega á kostum í þessari mynd og bara hann fór upp um marga stiga í minni bók fyrir snilldar túlkún.
Eitt hérna líka, varðandi Bubba og lagið “Ísland Fyrir Íslendinga” rasista gaurar hættiði að syngja þetta lag, ÞETTA LAG TÁKNAR EKKI KYNÞÁTTAFORDÓMA, veit voða lítið hvað Bubbi var að hugsa á þessu tímabili en bara vá hann er ekki rasisti og mun aldrei vera tákn fyrir nýnasisma og rasisma.
Ég skal segja ykkur sögu einu sinni ætlaði bubbi að spila fyrir ísfirðinga á einhverjum tónleikum og gamall Grænlenskur fiskimaður hafði strandað hérna við landið og hafði voða lítið að gera og ákvað að kíkja í bæjinn og hann heyrði tónlist stutt hjá og þegar hann kom við dyrnar vildu ekki ísfirðingarnir hleypa honum inn og bara hrökktu hann í burtu kölluðu hann allskins illum nöfnum og þegar bubbi frétti af þessu þá brjálaðist hann og sagðist aldrei aftur spila fyrir ísfirðinga aftur útaf því hvernig þeir komu framm við mannin. Þess má gamans til geta myndin á disknum hans man ekki hvað diskurinn hét en það er mynd af Grænlenskum fiskimanni framan á en það er víst sá umtalaði.
Ég skrifaði þennan pistil til að læra frá ykkur og hvað þið vissuð um þetta, og bara hvort þessar staðreyndir meikuðu eitthvað sense.
/DISCUSS ;)
Afsaka stafsetningar villur fyrirfram ;)