www.model.is
Fyrirsætu og framkomunámskeið
Markmið námskeiðsins er að fræða ungar stúlkur um heim fyrirsætunnar, heilbrigðan lífstíl, framkomu og sjálfsstyrkingu. Aldurstakmark fædd ´88 og eldri. Námskeiðið er 11 stundir, 1 klst. í senn og er haldið í Betrunarhúsinu Garðabæ, þrisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum frá 20 - 21 og á sunnudögum frá 13 - 14. Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestrum og kennslu í öllu sem við kemur fyrirsætustörfum.


Námskeiðið mun einungis vera í höndum faglærðra einstaklinga. Námskeiðið endar svo með tískusýningu ásamt myndatökum af einum besta ljósmyndara landsins.

Skráning fer fram
21. - 26. janúar.
Námskeiðin hefjast
27. janúar.

Verð kr. 13.500,-
Innifalið í námskeiði: fræðsluefni, bolir, út að borða, vikupassar í líkamsrækt, tískuljósmyndun (ekki stækkun), tískusýning og viðurkenningar.

____________________________________

Nánar um Námskeiðið
Námskeiðið er ætlað fyrir allar stúlkur fæddar 1988 og eldri. Við leggjum ekki áherlsu á að stúlkurnar séu af sérstökum stærðum og gerðum heldur eru allar stúlkur velkomnar sem hafa áhuga á þessu starfi og eins líka þær sem langar að læra sjálfstyrkingu og framkomu.

Námskeiðið er sett upp á skemmtilegan hátt og verður ýmislegt fræðandi í boði.

Stúlkurnar fá góða þjálfun í að ganga á sýningarpöllum og endar námsskeiðið svo með stórri tískusýningu sem allar fá að taka þátt í.

Ásamt því að fá góða þjálfun í sýningarstörfum verður stúlkunum kennt grunnatriði í næringarfræði og verður þar á meðal fyrirlestur um átröskunarvandamál ásamt því að Áfengis og tópaksvarnarráð verður með fræðandi fyrirlestur.

Viðurkenningar og verðlaun verða svo gefin í enda námskeiðisins og stúlkurnar fara allar á skrá hjá módel.is.

Við viljum hvetja allar stúlkur að skrá sig og ekki vera hræddar við það þetta er mjög skemmtilegt og fræðandi námskeið og einnig góður undirbúningur fyrir framtíðina.