Ég pantaði pitsu í gærkvöldi klukkan 19:50 og símastúlkan sagði að pitsan kæmi eftir 20-30 mínútur, ég fer að hlakka til en svo eftir 1klst og korters bið fer þetta að verða eitthvað skrítið og ég hringi í Dominos aftur og þau færa mig á milli símafólks hvað eftir annað en svo er loks einhver stelpa sem getur svarað mér en hún þarf fyrst að hringja annað, eftir 10 mínútna bið þar er mér sagt að bílstjórinn hafi ekki fundið húsið mitt. Jaaaá segi ég, veit að ég bý í nýju hverfi og margar nýjar götur að myndast.
En það sem mér finnst verst við þetta, að þeir gáfust bara upp, datt ekki í hug að hringja, spyrja mig hvar húsið væri eða já segja mér að pitsan mín kæmi ekki..
En símastúlkan gerði nýja pöntun svo fyrir mig og pitsan kom 50 mínútum seinna :)
Hvað finnst ykkur hugarar ?
your bridges were burned, and now it's your turn