Sumir vilja kannski ekki gera þarfir sínar í klósett sem hver sem er getur skitið og migið í. Síðan veldur til dæmis þráhyggja og árátta því að fólk geti bara ekki mögulega notað almenningsklósett, og fólk með mikla svona “germs” fóbíu.
Sumir eru líka kannski hræddir við það að einhver sé að horfa á þá þar sem rýmin eru oft mjög opin.
Ég vel að nota almenningssalerni sem minnst. Mig persónulega langar ekki að eitthvað fólk sé að hlusta á mig drulla eða míga, plús það að veggirnir á milli salerna á þeim sem ég hef komið á eru ekkert voðalega traustvekjandi.