Já, einu sinni á leiðinni frá Ísafirði til Kópavogs. Keypti þetta snemma í ferðinni í ónefndri sjoppu/búð sem ég man ekki hvað heitir.
Ég reyndi að brjóta kúluna með töng sem ég fann í hanskahólfinu, ég lét keyra yfir kúluna í alla vega tveimur pissustoppum og ég kastaði henni í jörðina alla vega 15 sinnum svona til að vera…alveg viss um að það virkaði ekki
Allt þetta gerði ég nottla eftir að ég var búin að reyna að tyggja á henni, gekk ekkert rosalega vel.
Mér tókst þó einhvern vegin að gera smá gat á hana með tönginni og sá þá þvílík lög alveg inn að kjarnanum sem var rauður að lit.
Á þessa kúlu ennþá og aðra til sem varð ekki fyrir barðinu á fólskulegum tilraunum mínum til þess að brjóta þær, einkum vegna nafngiftarinnar.
Þess má geta að ég var tíu ára og er nú í framhaldsskóla, geymi þær á góðum stað. Veit ekki alveg af hverju.